22.11.2008 | 05:23
Falskt öryggi
Þeir geta kannski fundið einhverjar hryðjuverkanaglaþjalir eða of stórar kókómjólkurfernur, en þeir auka ekki öryggi af viti með svona rugli. Sá sem ætlar sér í alvörunni að fremja hryðjuverk í kring um flugsamgöngur og veit eitthvað hvað hann er að gera, verður ekki stoppaður með strípimyndavélum.
Það er til nóg af útsmognum aðferðum sem er ekki séns að verjast. Ef þetta er stríð og víglínan er dregin á flugvellinum, þá er stríðið þegar tapað. Eina leiðin til að hindra hryðjuverk gegn flugvöllum er að banna flugvelli.
Í fyrsta lagi, þá eru hin réttu viðbrögð við hryðjuverkum ekki að þjarma að almenningi heldur að ráðast að rótum vandans. Hvers vegna fremur einhver hryðjuverk? Getur verið að það sé eitthvað athugavert hérna megin við járnmúr Vesturlanda, sem mætti bæta? Hvað með t.d. utanríkisstefnu? Hvað ef það væri tekin upp ábyrg utanríkisstefna í staðinn fyrir heimsvaldastefnu? (Það verður auðvitað ekki breytt um stefnu sem er inngróin í auðvaldsskipulagið nema skipta um þjóðskipulag -- ég er auðvitað fylgjandi því, en það er önnur saga.)
Í öðru lagi, þá snúast "hryðjuverkalög" ekki um að vernda okkur, vestrænan almenning, fyrir hryðjuverkum. Nei. Þau eru samt réttnefni. Þau snúast nefnilega um að beita okkur hryðjuverkum. Og hver skyldi gera það? Jú: Þeir sem þykjast vera að passa okkur. Það eru þeir sem eru að byggja upp eftirlitssamfélag, svipta burtu mannréttindum heima fyrir og leggja línurnar fyrir hátæknivætt lögregluríki þegar stéttabaráttan fer að fara harðnandi. "Hryðjuverk" eru oft sviðsett til þess að réttlæta óeðlilega útfærslu á valdheimildum valdstjórnarinnar, til að hræða okkur í fangið á stóra bróður. Dæmi? Ríkisþinghúsbruninn í Berlín 1933.
Kroppurinn skal ekki gegnumlýstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.