24.11.2008 | 01:14
Lærum af vinaþjóð
Hingað til hafa Íslendingar grætt mikið á samskiptum við Taílendinga. Sumir hafa eignast maka, aðrir vinnufélaga og auk þess hafa þeir auðgað matarmenningu okkar. Nú má bæta fjórðu rósinni í hnappagat vináttunnar með því að læra af þeim í mótmælum. Að minnsta kosti að því leyti að við ættum að fjölmenna út á göturnar, skipuleggja mótmælin vel og reyna að halda í góða skapið án þess að gefa eftir þótt róðurinn sé þungur.
Við megum líka læra af því sem er rangt í kring um mótmælin á Taílandi. Þetta er nefnilega ekki svo einfalt að fólkið sé að takast á við spillta valdamenn. Þeir sem leiða mótmælin gegn spilltum valdamönnum, PAD-hreyfingin, eru nefnilega spilltir stjórnarandstæðingar og spilltir valdamenn.
PAD-hreyfingin er studd af herforingjunum sem rændu völdum fyrir tveim árum og hún er studd af konungdæminu. Drottningin sjálf hefur tekið opinbera afstöðu með PAD og mótmælendunum og af því má skilja að konungshöllin er á sveif með þeim. Þeir sem eru að takast á eru m.ö.o. tvær valdablokkir. PAD-valdablokkin er smáborgaraleg að inntaki og árangursríkari en hin í því að ná til fólksins. En þær eru báðar jafn ólýðræðislegar.
Það er lítil lýðræðishefð í Taílandi. Það verður að segjast. Lesið ítarlegri útlistun á því sem raunverulega á sér stað í stórgóðri grein á WSWS, Thailands political crisis intensifies amid economic slowdown.
Fjöldamótmæli boðuð í Bangkok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.