Lagarök?

Ef ég man rétt rifjaði Katrín upp þau orð úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, að hver þjóð hafi rétt til að rísa upp gegn ríkisstjórn sem kúgar hana. Mótmælir einhver því?

Hún setti ríkisstjórninni eins konar úrslitakosti -- "þið fáið viku til að boða til kosninga, annars..." -- og það var nú vanhugsað. Það ætti ekki að setja fram hótanir sem er ekkert á bak við.

Segjum að "við" förum og drögum "þá" út úr fylgsnum sínum og eitthvað. Hvað svo? Fara svo allir heim að horfa á Spaugstofuna? Eða, hver er meiningin? Hvað ætti að taka við? Hvað mundi gerast daginn eftir?


mbl.is Óánægð með ræðu á heimasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru hreinlega engar líkur á því að núverandi ástand eða aðgerðir uppfylli skilyrði þess að teljast "kúgun" samkvæmt framangreindri yfirlýsingu. Fólk þarf að vera sturlað eða ekki lögfræðingar til að halda það.

Andri (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:47

2 identicon

Við tökum ekki alla í einu. Við byrjum á einum embættismanni. Sennilega næðist góð samtstaða um DO. Við skundum í Seðlabankann og rekum Davíð. Förum svo heim og horfum á Spaugstofuna. Á meðan við horfum á Spaugstofuna situr ríkisstjórnin neyðarfund. Hún sér til þess að einhver skárri verði settur í stól Seðlabankastjóra daginn eftir -eða þá að hún segir af sér.

Ef hún segir ekki af sér þá veit hún allavega að fólki er alvara með að láta ekki spillingu, laumuspil og kjaptæði viðgangast lengur. Hún fær viku til að taka alvarlegt skref í átt til lýðræðis, helst það að boða til kosninga. Ef hún segir af sér er það bara fínt. Neyðarstjórn kvenna er með plan, svo þær geta þá tekið við taumunum á meðan flokkarnir klastra saman listum og boða til skyndikosninga.

Fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður svo að breyta stjórnkerfinu þannig að útilokað sé að völd safnist aftur á fáar hendur. Nýja ríkisstjórnin veit að hún þarf að gera þetta, því annars verður hún rekin.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Andri: Það er verið að binda á okkur skuldabagga sem munu endast margar kynslóðir fram í tímann. Það er ekki bara verið að kúga okkur heldur afkomendur okkar líka.

Eva: Ég hef efasemdir um að atburðarásin geti gengið svona fyrir sig.

Vésteinn Valgarðsson, 27.11.2008 kl. 01:35

4 identicon

Var skuldsetning þjóðarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum kúgun? Skuldsetning ríkis til að standa við skuldbindingar sínar flokkast ekki undir kúgun eitt og sér. Aðferðir við að innheimta fé-ið gæti talist það. Ekkert liggur fyrir hver endanlegur reikningur verður eða hvernig hann verður innheimtur. Kannski með skertri þjónustu. Þjónusta m.v. ástand 1 er ekki réttur manna. Skert þjónusta flokkast ekki undir kúgun. Hærri skattar flokkast ekki undir kúgun nema þeir tækju svo til allt sjálfsaflafé manns.

Andri (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:12

5 identicon

Grípum til alhliða aðgerða þann. 1. des. Hingað til hafa menn talað mikið en gert lítið. Nú er kominn tími á að gera fyrst og tala svo. Það versta sem gæti gerst ef við komum þessari ríkisstjórn frá er að við sitjum uppi með einhverja aðra valdasjúka fávita. Það hlýtur að vera þess virði að reyna.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Andri: Auðvitað flokkast það undir kúgun að kubba niður lífskjör í landinu vegna þess að fámennur hópur braskara hafi ekki sést fyrir í braski og láti okkur svo borga. Ef það verður niðurstaðan á stór hluti af minni kynslóð eftir að fara úr landi. Þau verða efnahagslegir flóttamenn.

Eva: Þetta "versta" býður upp á mjög slæma möguleika. Núverandi ríkisstjórn er hrikaleg, en það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að hugsa sér einhverja ennþá verri. Ég er ekki spenntur fyrir því að taka sénsinn á blóðbaði.

Vésteinn Valgarðsson, 29.11.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband