Þeir vissu sem vildu vita

Undanfarið hafa Geir og Davíð ekki bara misst af mörgum góðum tækifærum til að halda kjafti, heldur hafa þeir líka misst af mörgum góðum tækifærum til að skipta um starfsvettvang.

Þeir sem vildu vita í hvað stefndi, vissu það fyrir löngu.

Ég les World Socialist Web Site, þá öndvegis síðu. Þar skrifaði Jordan Shilton t.d. ágæta grein: Credit crisis hits Iceland -- í maí síðastliðnum -- og aðra í júní: Iceland’s economic turmoil threatens instability throughout Scandinavia. Ég held, svei mér þá, að það hafi bara andskotann allt ræst sem þar var spáð. Ég geri ekki ráð fyrir að Geir Haarde fylgist með jafnvönduðum fréttaskýringamiðlum eins og WSWS, en heimildir Shilton eru ekki úr neitt sérlega vinstrisinnuðum fjölmiðlum. Nú skrifar Shilton: Iceland: Street protests against government and economic meltdown, og Chris Marsden skrifar: Iceland: A portent of the future.

Við erum tilraunastofa í hruni. Önnur ríki munu læra af því sem gerist hérna. Ábyrgð okkar er því mikil: Við þurfum að koma ríkisstjórninni frá, og auðvaldinu með, og byggja hérna upp þjóðfélag sem byggist á lýðræði, jöfnuði, réttlæti, skynsemi og mannréttindum fyrir alla.

Nánar um það á Egginni, í grein eftir sjálfan mig: Efnahagsleg kremja: Hvað skal taka til bragðs?


mbl.is Man ekki eftir símtali við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband