8.12.2008 | 05:56
Dýrt er drottins orðið
Ég skrifaði grein í vor, Bruðl á bruðl ofan, sem birtist á Vantrú þann 17. mars. Þessar línur eru úr henni:
Það virðist vera vani kirkjunnar að gera ríkulega við sjálfa sig þegar hégómi er annars vegar. Í nóvember síðastliðnum var til dæmis sagt frá því í Morgunblaðinu, að bygging kirkju í Grafarholti væri að hefjast. Eins og svo oft var henni valinn staður við hliðina á skólanum. Áætlaður kostnaður við hönnun og byggingu kirkjunnar var sagður vera 200 milljónir króna. Formaður sóknarnefndarinnar sagði þá að aðstaða sem kirkjan hefði haft í félagsrými aldraðra væri mjög góð en ekki til framtíðar. Hvers vegna í ósköpunum ekki, ef hún er mjög góð?
Kirkjusókn á Íslandi er ákaflega dræm, svo ekki sé meira sagt. Mér þykir furðulega rausnarlegt að reisa 750 fermetra félagsheimili fyrir 200 milljónir króna, þar sem má vænta nokkurra tuga gesta í dæmigerða messu. Hefði ekki verið nær að halda guðsþjónusturnar áfram í félagsrými aldraðra, þar sem áhugasamasta fólkið er hvort sem er? Hvað væri hægt að bólusetja mörg börn í Afríku fyrir peninginn?
Stórfyrirtækin eru bara eins og þau eru, og hvað sem manni finnst um þau þá gefa þau sig oftast ekki út fyrir að vera neinar góðgerðarstofnanir. En það gerir ríkiskirkjan hins vegar. Fyrir hönd þeirra sem hefðu haft meira gagn af peningunum, er réttlætiskenndin særð. Hvað ætli mætti bjarga mörgum mannslífum fyrir þessa peninga? Hvað mætti grafa marga brunna? Hvað hefði Jesús gert, getur einhver sagt mér það?
Biskup vígði Guðríðarkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er satt, að það er til ýmislegt verra en þessi kirkja. Hún er samt gagnrýniverð, og gagnrýni skal hún fá.
Vésteinn Valgarðsson, 11.12.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.