16.12.2008 | 04:06
"harðsvíraða"
Íslamistarnir hófu "harðsvíraða" sókn til valda. Svo það sé á hreinu, þá eru þeir vondu gæjarnir. Góðu gæjarnir eru "ríkisstjórnin" sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að reyna að koma til valda með innrás þar sem Eþíópíuher var hafður fremst en Bandaríkjastjórn á bakvið. Sú ríkisstjórn er álíka vinsæl og voldug eins og aðrar leppstjórnir, t.d. í Afganistan eða Írak. Íslamistarnir litu á tíma út fyrir að vera við það að ná landinu undir sig og brjóta andstöðu stríðsherranna á bak aftur. Hvers vegna? Jú, vegna þess að fólkið sá að þeir voru afl sem gat sameinað þvert á klíkur og ættbálka, og vegna þess að þeir höfðu þegar unnið sér traust meðal almennings með íslömsku dómstólunum, gerðardómi sem vinnur eftir sharía-lögum.
Þeir eiga ennþá góðan séns á að sparka rækilega í rassinn á óvinum Sómala. Hvort þeir verða neitt æðislegir sjálfir veit ég ekki, en ég held að það sé samt flest betra en vargöldin sem hefur sligað Sómalíu síðan 1991.
![]() |
Barist um völdin í Sómalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.