Mál dagsins

Á Egginni eru tvær góðar nýjar greinar:
"Leiðirnar tvær" eftir sjálfan mig, um valkostina sem Íslendingar eiga í stöðunni.
"Hvernig á að brjóta niður fjöldahreyfingar" eftir Jón Karl Stefánsson. Titillinn skýrir sig sjálfur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Skilgreiningin á "friðsamlegum mótmælum" eru mótmæli sem er auðvelt að hundsa.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Menn tala um að allt muni fara á annan endann í febrúar þegar ástandið versni til muna. Það er örugglega rétt. Ég held samt að sú umræða sé ein af ástæðunum fyrir því hvað mætingin á laugardagsmótmælin hefur minnkað. Annir jólanna og skortur á sýnilegum árangri spila þar inn í, og þetta líka, held ég. Er þetta "self fulfilling prophecy"?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mér bregður fyrir bæði í Fréttablaðinu og Mogganum í dag.
Þetta ástand og viðbrögðin við því eru enginn leikur og ekkert grín, heldur alvarlegt mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir - mjög athyglivert

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það vex og dafnar sem maður beinir athyglinni að. Þú vonar að ástandið verði vont í febrúar svo að ofbeldinu geti vaxið fiskur um hrygg. Það er eitt form af framtíðarsýn, til hamingju með það. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.12.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Gunnlaugur: Vonast ég eftir vondu ástandi og ofbeldi, já? Hvað ætli þú hafir fyrir þér í því?

Vésteinn Valgarðsson, 18.12.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband