Fjöldamorð

Er ekki kominn tími til að Ísland slíti stjórnmálasambandi við fjöldamorðingja í jakkafötum, og byrji á Ísrael?

Lesið:

Hvað er að gerast á Gaza? og

Stöðvið blóðbaðið á Gaza - Yfirlýsing FÍP

og mætið svo á útifund á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16!


mbl.is Spítalar yfirfullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Lögreglumenn Hamas eru ekki varnarlausir íbúar Gaza, heldur kvalarar Palestínumanna. En vinur Múslímska Bræðralagsins, Fjeldsted sem hefur setið á fundum með hryðjuverkamönnum, skilur það væntanlega ekki.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.12.2008 kl. 07:30

2 Smámynd: Sigurður Árnason

Þetta er náttúrulega hryllingur og Ísrael eru ansi hefnigjarnir. Það er eitt sem angrar mig og það er að menn á Gazaströndinni sé enn að senda sprengjur yfir til Ísraels. Þegar þeir hætta því þá hafa Ísraelar ekki ástæðu til að drepa fleiri. Það verður að hætta að senda eldflaugar yfir til Ísraels , þar sem Ísraelar hætta ekki fyrr. Þegar þeir senda þessar sprengjur þá eru þeir að kalla dauða yfir marga samlanda sína sem er hryllingur.

Sigurður Árnason, 30.12.2008 kl. 09:02

3 identicon

Og Ísraelsher er þá sumsé góðgerðarsamtök fyrir Palestínumenn? Ekki ósvipað jóasveininum, nema að herinn þeim gjafir í formi sprengja. Er kannski lausnin að frelsa Palestínumenn frá Hamas með því að drepa þá? Smekklegt.

Hvað með Vesturbakkann? Ekki skjóta menn eldflaugum þaðan, en sæta samt daglegum árásum, niðurlægingu mannréttindabrotum af hendi hernámsliðsins.

Segir orðið "hernám" ykkur annars eitthvað?

Einar Steinn (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hamas skjóta rakettunum auðvitað áfram til að sýna að þeir hafi ekki gefist upp og séu ekki sigraðir. Mótspyrna sem er meira táknræn heldur en raunveruleg ógn.

Ég veit ekki hvaða frænda minn internetleifafræðingurinn er að tala um. Hamas eru þrátt fyrir allt lýðræðislega kjörinn forystuflokkur á Gazaströndinni, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Það er tæpast of djúpt í árina tekið að kalla menn "ansi hefnigjarna" þegar þeir myrða mörg hundruð manns.

Vésteinn Valgarðsson, 31.12.2008 kl. 07:18

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ja, það er nú það. Það eru nokkur lönd sem mér finnst að eigi tvímælalaust að sniðganga pólitískt, diplómatískt og efnahagslega vegna meðferðar á minnihlutaþjóðarbrotum, kannski einna helst Ísrael, Kólumbía, Marokkó og Súdan. Svo er náttúrlega alvarlega pottur brotinn víðar, og á fleiri sviðum; réttindi kvenna, samkynhneigðra o.s.frv. Það er alveg rétt hjá þér að við verðum víst að eiga samskipti við fleiri lönd en Sviss og Svíþjóð, en mér finnst að við eigum að minnsta kosti að byrja á þeim ríkjum sem brjóta grófast á mannréttindum.

Vésteinn Valgarðsson, 2.1.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband