12.1.2009 | 16:13
Burt með þá!
Guðmundur og Ólafur Klemenzsynir rúðu sjálfa sig ærunni á gamlársdag með fantaskap sínum. Það á að láta þá fjúka og það strax.
Afhenda uppsagnabréfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Sammála, það á að reka alla úr starfi sem ekki hafa vit á að grímuvæðast í mótmælum, hvort sem mótmælin eru af ásetningi eða slysni. Áfram !!
Kolbrún Hilmars, 12.1.2009 kl. 16:33
Það mótmælir enginn af slysni. Það eru hinsvegar ekki mótmæli að ógna saklausum vegfarendum með því að steyta framan í þá hnefa og hef ég engin dæmi séð eða heyrt um slík vinnubrögð í mótmælaaðgerðum hér á landi.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:14
Sammála.
Hegðun þeirra gagnvart mótmælendunum var ámælisverð.
Ekki færi ég á spítala ... í aðgerð með þennan mann sem svæfingalækni... sýnist þetta vera ofstoppamaður..
Þeir ættu að sjá sóma sinn í því að segja störfum sínum lausum.
ThoR-E, 12.1.2009 kl. 19:34
Bíddu brutust ekki mótmælendur, grímuklæddir, inn í hús þar sem var verið að sjónvarpa í beinni og eyðilögðu búnað og ollu usla. Þar að auki voru menn bara kýldir niður fyrir að reyna að stöðva mótmælendur við það að brjótast inn.
Þessir mótmælendur eru hræsnarar og að mínu mati glæpamenn.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 12.1.2009 kl. 20:02
Menn eru greinilega misvel upplýstir Kannski spurning um valdar upplýsingar. Skiptir ekki máli hvort þær eru réttar...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.1.2009 kl. 21:50
hvað með lögregluþjóninn sem var kjálkabrotinn ? er það bara eitthvað samsæri sem spunnið var upp að stjórnvöldum ?
enginn af þessum mómælendum veit hvað þeir vilja, þeir vilja bara "uppstokkunn" og "nýtt fólk" í ríkisstjórnina og ekki seinna en núna strax. En málið er það að þeir vita ekkert hvað þeir í raun og veru vilja. Stjórnin hefur bara örfáa mánuði til að re-acta og mótmælendurnir vilja eyða honum í nýar kosningar.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 12.1.2009 kl. 22:38
Það leikur vissulega grunur á því að það hafi verið spunnið upp að lögregluþjónn hafi kjálkabrotnað. Frétt um þetta var fjarlægð af RUV á nýársdag. Ég var á vettvangi á gamlársdag og þá var þessi saga komin af stað. Þeir sem höfðu verið í eldlínunni höfðu áhyggjur af því ef lögreglumaður hefði kinnbeinsbrotnað en enginn þeirra hafði orðið vitni af slíkum atburði!
Þannig að maður spyr sig?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.1.2009 kl. 23:11
Rakel þú ætlar þó ekki að reyna að neita því að mótmælendur hafi ráðist inná hótel borg, og þar með framið húsbrot
þú ætlar þó ekki að reyna að neita því að til einhverja átaka hafa komið
ok, mótmælendur vilja meina að engin slys hafi orðið á mönnum hjá stöð 2 né lögreglunni, enn fremur vilja þeir meina að engar skemmdir hafi orðið á munum hjá stöð 2.
þannig að ég sleppi því bara að spyrja að því.
en hérna.
þá annað
hvað gerðu þessir 2 menn annað en mótmælendur ?
að mínu mati var þetta fáránleg framkoma hjá þessum 2, en einnig að mínu mati enn fáránlegri hjá mótmælendum.
þessir 2 hafa þó þann manndóm í sér að mótmæla og vera ekki með grímur.
Árni Sigurður Pétursson, 13.1.2009 kl. 00:32
Árni: Fyrst grímurnar. Það eru alls ekki allir mótmælendur með grímur ef það er eitthvart aðalatriði. Annars sýndist mér Klemmarnir vera með hrokagrímu framan í þér. Mér sýnist þú líka vera með einhverja kattargrímu á þér sjálfur
Ég sé stóran mun á því að tveir saman veitist að einum úti á götu með óhróðri og hótunum annars vegar og því hins vegar að borgararnir taki sig saman og lýsi yfir stækri vandlætingu á valdablokkinni sem neitar að horfast í augu við afleiðingar græðgisstefnu sinnar heldur ætlar að láta sem ekkert sé yfir kræsingum í beinni útsendingu.
Mér sýnist eina stefnumál núverandi stjórnvalda vera það að halda sjálfum sér við völd. Eina hugsjón þeirra vera sú að bjarga þeim sem geta tryggt þeim þau. Fórnarkostnaðurinn er lýðræðið og þjóðin!!
Mér finnst fullkomin ástæða til að að mótmæla slíkum vinnubrögðum. Nenni ekki að fjasa við þig um vafasama notkun tungumálsins. En ef ástæðan fyrir hártogunum þínum og útúrsnúningi er sá að þú ert sáttur við allt eins og það er þá ættir þú að lesa eitthvað annað en blogg þeirra sem þú vissir fyrirfram að vilja sanngirni og réttlæti fyrir alla en ekki fáa útvalda.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 01:02
það sem að ég les út úr þessu er...
það er allt í lagi fyrir mig að mótmæla með offorsi og látum, svo framarlega sem að það henntar þínum skoðunum, nú já eða vera með grímu.
það að þeir bræður skuli vera með einhverja hroka grímu á mér er varla svararvert, ég þekki þessa menn nákvæmlega ekki neitt og einsog ég sagði á einhverju öðru bloggi, þá finnst mér framkoma þeirra vægast sagt fáránleg.
en mér finnst framkoma margra mótmælenda einnig fáránleg og jafnvel enn fáránlegri en þeirra bræðra.
það að þú talir um að ég sé með einhverja kattargrímu.
ég átti einfaldlega ekki mynd af mér sem að hefði passað alminnilega þarna þegar að ég setti þetta blog upp.
en það breytir því svo sem ekki, þar sem að ég leyfi mér að efast um það að þú værir neitt bættari með að vita hvernig ég lýt út en ég skal reyna að muna að taka mynd af sjálfum mér og skella á netið fyrir þig ef að þér líður betur yfir því.
bendi þó samt sem áður á það að ég er ekkert að fara í felur með það hver ég er, ég er hér undir fullu nafni og ef að ég man rétt þá er enginn annar með þetta nafn á landinu í dag.
Árni Sigurður Pétursson, 13.1.2009 kl. 08:52
Munurinn er ósköp einfaldlega sá að mótmælendur réðust gegn valdastofnunum sem hafa með samvinnuklúðri stefnt sjálfstæði landsins í hættu, annarsvegar gegn fundi formanna flokkanna og hinsvegar gegn fjölmiðli í eigu glæpasamtaka, en bræðurnir ógnuðu hinsvegar valdalausum einstaklingum sem ekki höfðu gert neitt á þeirra hlut né annarra.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:29
einsog ég sé þetta, þá voru mótmælendur (semsagt ekki þeir bræður) að fremja húsbrot
semsagt gera eitthvað sem að er ólöglegt.
það er semsagt allt í lagi að fremja lögbrot ef þér finnst það ?
nú voru nú brotnar rúður í versluninni hjá þér, finnst þér það í lagi ?
sjálfsagt einhverjum sem að finnst það.
enn og aftur, þá les ég út úr þessu að það sé í lagi að mótmæla með offorsi og látum ef að það henntar skoðunum einhverja ákveðnra manna eða hóps.
reyndar tel ég þetta ekki vera mótmæli, ég tel þetta sem að gerðist á gamlársdag vera skrílslæti (og já þá líka hjá þeim bræðrum)
munur á mótmælum og skrílslátum að mínu mati.
mótmæli eru til þess að láta í sér heyra OG hlusta á sig.
skrílslæti eru til þess að láta í sér heyra, slétt sama hvort að það verði hlustað eða ekki.
Árni Sigurður Pétursson, 13.1.2009 kl. 12:40
Árni Sigurður. Já, mér finnst í lagi að fremja lögbrot þegar tilgangurinn er sá að koma valdníðingum frá völdum. Hvað rúðubrot varðar, þá svara ég því hér.
Ég sé nú ekki að passiv mótmæli hafi skilað því að hlustað sé á fólk og já, það er rétt, þegar fólk hlustar ekki þá er næsta skref að þvinga það til að verða við kröfum, jafnvel þótt það hlusti ekki. Eða kannt þú leið til að fá stjórnvöld til að hlusta á og verða við kröfum almennings?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:46
ok...
fínt að vita það að þér þyki ekkert mál að brjóta lögin..
vona þá að þér þyki ekkert mál að svara fyrir það.
en með þetta hérna
"Ég sé nú ekki að passiv mótmæli hafi skilað því að hlustað sé á fólk og já, það er rétt, þegar fólk hlustar ekki þá er næsta skref að þvinga það til að verða við kröfum, jafnvel þótt það hlusti ekki. Eða kannt þú leið til að fá stjórnvöld til að hlusta á og verða við kröfum almennings?"
ok, ég neita því alls ekki að mótmæli sem að hafa verið t.d. á laugardögum við alþingishúsið hafa litlu sem engu skilað.
en svara þú þá fyrir mig öðru.
er svona (að mínu mati) skrílslæti að skila einhverju ?
ég nefnilega á erfitt með að sjá það.
Árni Sigurður Pétursson, 13.1.2009 kl. 16:36
en ég tek það líka fram, að mér fannst þessi skemmdar verk á búð þinni alveg út í hött, einmitt á sama hátt og mér þykja önnur skemmdarverk sem að mótmælendur gera út í hött
Árni Sigurður Pétursson, 13.1.2009 kl. 16:39
Beinar aðgerðir; þ.e. að ráðast gegn stjórnvöldum, stofnunum, stórfyrirtækjum og öðrum valdhöfum með því að hindra vinnu og/eða skaða yfirvaldið fjárhagslega, hafa alltaf verið hvati jákvæðra samfélagsbreytinga. Vitanlega tekur það tíma. Yfirgangur Breta gagnvart Indverjum var ekki stöðvaður með einni aðgerð og það þurfti fleiri en eitt verkfall til að fá réttindi verkamanna gagnvart atvinnurekendum viðurkenndan með lögum. Nánar um borgaralega óhlýðni hér.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:19
Það er ekki hægt að skaða yfirvaldið fjárhagslega - almenningur borgar alltaf brúsann. Starfsmenn "yfirvaldsins" fá jafnvel aukasposlur fyrir áhættustarf, eða launað leyfi til áfallahjálpar. Skemmdarverk koma alltaf niður á þeim sem síst skyldi.
Fyrir alla muni finnið frumlega mótmælahugmyndasmiði sem geta vakið samhug og stuðning - að böðlast og brjóta virkar öfugt.
Kolbrún Hilmars, 13.1.2009 kl. 18:40
Árni: Þar sem mér virðist þú vera einkar laginn við að misskilja það sem við þig er sagt þá ætla ég ekki að svara athugasemdum þínum sem þú beinir til mín að öðru leyti en því að láta þig vita af þeirri ákvörðun. Þú mátt taka því eins og þú vilt en ég viðurkenni að mig skortir hreinlega þolinmæði til að tala við fólk sem hefur „valda“ sjón og heyrn og notar alla sína vitsmuni til að snúa út úr. Yfir og út.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 19:06
Kolbrún. Þótt skaðinn lendi á almenningi er það á ábyrgð valdhafa að ráðstafa skatttekjum og það er merki um að eitthvað sé að ef þarf að auka fjárútlát vegna mótmælaaðgerða. Truflunin hefur þó meiri áhrif en kostnaður getur fylgt því að trufla.
Samhugur og stuðningur er ágætur en það er samt mikilvægara að lítill hópur haldi uppi aðgerðum sem bera árangur en að stór hópur geri eitthvað smekklegt sem engan árangur ber.
Árni. Núna í dag bárust einmitt fréttir af frábærum árangri aðgerðasinna á Íslandi. Búið er að auglýsa stöður bankastjóranna. Nokkuð skjótur árangur myndi ég segja.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:09
Vésteinn fer áreiðanlega að verða þreyttur á okkur kerlunum en ég ætla nú samt að bæta við einni smá:
Eva, við þessir hefðbundnu dráttarklárar (hin vinnandi millistétt?) sem allir treysta á að stöndum okkur á vaktinni og borgum skattana okkar brosandi, erum jafnþreytt og aðrir og hugsum "yfirvöldunum" þegjandi þörfina.
Ef við hins vegar strækum öll, eins og flestum okkar er skapi næst, þá verður enginn eftir til þess að halda uppi sjúkrahjálp, félagsþjónustu við öryrkja og aldraða, skólamálum ofl ofl. Ég sé allavega ekki fyrir mér nýríka víkinga hlaupa í skarðið.
Það getur vel verið að allsherjarverkfall sé rétta leiðin til þess að refsa "yfirvöldunum" - en þá kem ég aftur að því að aðgerðirnar munu bitna fyrst og fremst á þeim sem síst skyldi.
Kolbrún Hilmars, 13.1.2009 kl. 22:46
Ætlar einhver hérna að halda því fram, að ef einhverjir mótmælendur ganga of langt í mótmælum, þá sé hverjum sem er leyfilegt að velja sér einhverja mótmælendur og hrinda þeim og ógna? Ætlar einhver að halda því fram? Ef ekki, þá er hegðun Klemmbræðra óásættanleg. Það er ekki sama hvað opinber starfsmaður gerir, þótt hann sé í fríi. Ef hann hegðar sér þannig að það sé ekki samboðið virðingu starfsins, þá ber að veita honum áminningu. Það stendur í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Yfirmönnum Ólafs hjá Seðló ber að áminna hann, yfirmönnum Guðmundar ber að áminna hann. Áminna, eða reka ef brot er mjög alvarlegt. Nú, er það mjög alvarlegt að ganga um Austurvöll kófdrukkinn, stjaka við smávöxnu kvenfólki eða sparka til fólks sem liggur í götunni og er að reyna að jafna sig eftir táragasárás? Er það alvarlegt eða er það ekki alvarlegt? Ef það er alvarlegt, þá á að reka þá. Ef það er ekki alvarlegt er nóg að áminna þá. Mér finnst það mjög alvarlegt mál þegar einhver hegðar sér svona.
Vésteinn Valgarðsson, 13.1.2009 kl. 22:46
Kolbrún, engar áhyggjur, ég er mjög þolinmóður.
Mundi allsherjarverkfall bitna á einhverjum sem síst skyldi? Já, því miður. Þannig er það alltaf. Það verður bara að hafa það; það er fórnarkostnaður fyrir aðgerðir sem eru alveg gjörsamlega nauðsynlegar. Allsherjarverkfall bitnar á sumum. Allsherjaraðgerðaleysi bitnar á öllum.
Vésteinn Valgarðsson, 13.1.2009 kl. 22:50
Vésteinn, þolinmæðin þín kemur áreiðanlega úr Svefneyjarættinni - kannski þynnist þolinmæðin seinna út en blóðið - amk er ég haldin þessum skolla líka
En hvað sem því líður, þá nenni ég ekki að standa í einhverjum smáskærum hvað varðar þetta ástand sem okkur óaðspurðum hefur verið komið í, allsherjareitthvað er meira að mínum smekk.
Takk fyrir gestrisnina.
T
Kolbrún Hilmars, 13.1.2009 kl. 23:31
Mæl þú manna heilust. Nú duga ekki baunabyssur; við þurfum breiðsíðu af fallbyssum.
Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.