18.1.2009 | 22:31
Nú, náðu þeir ekki markmiðum sínum?
Sagði ekki Ehud Barak að Ísraelar hefðu náð markmiðum sínum? Átti það ekki að vera ástæðan fyrir því að þeir gætu gert lát á glæpum gegn mannkyni, svona rétt um stundarsakir? Hver raketta er yfirlýsing og hún segir: Við gefumst ekki upp. Sama og hnullungur sem kastað er í skriðdreka. Það er hugsanlegt að einhver meiði sig, það kemur meira að segja fyrir að einhver týni lífi, en það er sjaldgæft. Svo sjaldgæft að þessar rakettur verða ekki skoðaðar sem annað en steitment.
Það er til einföld leið fyrir Ísraela til að stöðva eldflaugaárásir, og ýmis önnur óþægindi í leiðinni. Þeir þurfa einfaldlega að átta sig á því að þeir eru ekki betri eða merkilegri manneskjur en nágrannarnir, þeir eru ekki guðs útvalda þjóð og þeir hafa ekki meira tilkall til landsins. Þeir þurfa að koma fram við nágrannana eins og jafningja, af réttlæti og sáttfýsi, aflétta hernáminu og hleypa flóttamönnum heim.
Það verður ekki friður í Palestínu fyrr en það verður réttlæti.
Flugskeytaárásir á Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Þeir þurfa einfaldlega að átta sig á því að þeir eru ekki betri eða merkilegri manneskjur en nágrannarnir, þeir eru ekki guðs útvalda þjóð og þeir hafa ekki meira tilkall til landsins. Þeir þurfa að koma fram við nágrannana eins og jafningja, af réttlæti og sáttfýsi, aflétta hernáminu og hleypa flóttamönnum heim."
Þetta eru orð að sönnu Vésteinn. Þetta munu hins vegar ísraelsmenn aldrei gera. Tennur þeirra eru fastar í skjldarröndum. Almenningur í Ísrael fær ekki upplýsingar um þjáningar Gaza-búa. Ísrael hefur skapað marghöfða áróðursófreskju sem fyrst og fremst heilaþvær almenning í Ísrael en stundar jafnfram magnaðan upplýsingaþvott um gervallan heim.
Almenningi í Ísrael finnst það bara fínt mál að 12-13 hundruð manns hafi verið drepnir og 5-6000 limlestaðir. Þetta er Hamas að kenna segir maðurinn á götunni og svarar gagnrýni hneykslaðra útlendinga með því að þeir viti ekkert hvað þeir eru að tala um. Ísraelum er skítsama hvað heiminum finnst um framferði Ísrael almennt. Allt sem þeir taka sér fyrir hendur er fyrirfram réttlætanlegt. Þess vegna er það óhugnalegt að hugsa til þess að þeir hafa yfir að ráða meir en 200 kjarnorkusprengjum.
Jonni, 19.1.2009 kl. 09:25
Það er auðvitað rétt hjá þér, að stór hluti landsmanna þar (eins og annars staðar) er heilaþveginn af hugmyndafræði ráðandi stéttar, sem er zíonisminn í tilfelli Ísraels. Það er ekki normalt að finnast það bara fínt að á annað þúsund manns séu myrt. Ég er samt ekki tilbúinn til að gefa upp vonina um Ísraela. Ef Þýskaland, Japan, Ítalía og suður-Afríka gátu skipt um kúrs, þá hljóta Ísraelar að geta það líka.
Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.