"...stjórnvöld fullyrða..."

Það kviknar á rauðum viðvörunarperum hjá mér þegar ég les að stjórnvöld fullyrði, eins og þarna, að engin hætta sé á ferðum. Það væri sök sér ef þetta væri bara bull, en þetta er meira en það, þetta er stórhættulegt bull, í alvarlegustu merkingu þess orðs.

Menn tala (réttilega) í hneykslunartóni um tilraunir Sovétríkjanna til að leyna Chernobyl-slysinu til að forðast alþjóðlega auðmýkingu. Þær tilraunir þýddu að börn í Póllandi fengu joð áður en börn í Úkraínu eða Hvíta-rússlandi fengu joð, ekki vegna þess að sovésk stjórnvöld hefðu sagt frá neinu heldur vegna þess að geiger-teljarar sýndu óeðlilega geislavirkni. Þarna sést af hvaða toga bresk og frönsk stjórnvöld eru spunnin; þau eru ekki hótinu skárri. Svei, svei þeim!


mbl.is Kjarnorkumartröð á hæsta stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband