20.2.2009 | 00:06
Rugludallar
Ég vissi ekki einu sinni að þessi brandaraklúbbur væri ennþá starfandi.
Nokkur dæmi um rugl:
Nýfrjálshyggjan fólst m.a. annars í aukinni ríkisvæðingu, ríkisábyrgðum og auknum opinberum afskiptum á flestum sviðum.
Rugl. Nýfrjálshyggja felst í einokunarvæðingu auðhringa, ábyrgðarleysi, auknum afskiptum einkaauðvaldsins á flestum sviðum og auknum ítökum valdamikilla stórfyrirtækja í stjórnmálum -- sem er náttúrlega það sem gerist þegar stórfyrirtæki verða til: Þau beita sér fyrir hagsmunum sínum í formlegum stjórnmálum eins og annars staðar. Nýfrjálshygga er frjálshyggja á tímum síð-heimsvaldastefnu, hnattvædds stórauðvalds og hrynjandi velferðarkerfis.
orsakir kreppunnar liggja hjá ríkisstjórnum víða um heim í formi ríkisábyrgða, undirmálslána, handstýrðrar lágvaxtastefnu, vaxandi embættismannakerfi, sífellt stækkandi ríkisbákni og fjöldaframleiðslu á lögum og reglugerðum
Rugl. Orsakir kreppunnar liggja í því sama og orsakir hverrar annarrar auðvaldskreppu. Auðvaldið vill fá hámarksgróða og það strax. Nema hvað.Það má kannski kalla það ríkisvæðingu, þegar prívatauðvald smeygir sér inn í stjórnkerfið til að vinna að hagsmunum sínum þar. Það er hins vegar ekkert nýtt að það geri það. Ríkisvaldið er jú framkvæmdanefnd ráðandi stéttar, auðvaldsins. Hver haldið þið að græði á ríkisábyrgðum á bönkum? Undirmálslánaruglið er svo kapítuli út af fyrir sig. Það er á þá leið að bandaríska ríkið hafi blandað sér í lán frá bönkum til fólks sem gat ekki staðið í skilum, og það hafi verið vitlaust af því að gera það. Auðvitað var það vitlaust. Það var vitlaust að vera að leyfa bönkunum að blanda sér inn í þetta -- s.s. að láta eins og "markaðurinn" hefði einhverjar lausnir. Markaðurinn hefur ekki lausnir fyrir þá sem geta ekki borgað fyrir þær. En fólk sem getur ekki borgað hefur líka mannréttindi og þarf líka þak yfir höfuðið. Auðvitað á að fara félagslegar leiðir til þess að ábyrgjast þessi mannréttindi eins og önnur.
Félagið skorar því á stjórnmálamenn að hverfa af braut haftastefnu og ríkisvæðingar og leyfa markaðnum að leiðrétta sig sjálfan.
Rugl. Haftastefna á Íslandi í dag? Meina þeir aðgerðir til að halda gjaldeyri inni í landinu? Eða til að halda atvinnuleysisvofunni í skefjum? Vandamál Íslands liggja í því að einkaauðvaldið er svotil óheft, en almenningur hins vegar í fjötrum þess beint og óbeint. Leiðrétting markaðarins felst í því að láta draslið bara sökkva, landsmenn leiti hamingjunnar í öðrum löndum og Ísland beri ekki sitt barr næstu kynslóðirnar. Það er draumsýn öfgamannanna í Frjálshyggjufélaginu. Sem betur fer virðist fólk sjá betur í gegn um þetta en það gerði.
Það er ósköp skiljanlegt, og mannlegt, að þeir vilji ekki kannast við frjálshyggjuna þar sem þeir sjá hana í dauðateygjunum, veltandi sér upp úr eigin drullu. Þeir standa hjá, jafn sakleysislegir og víxlari sem er nýkominn út úr skriftastólnum.
Fagna andláti nýfrjálshyggjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vá félagi þú ert haldinn ansi mörgum ranghugmydum. Gott að þú ert ekki hagfræðingur því skilningur þinn á hagkerfinu er enginn. Ertu kannski nýfrjálshyggjumaður eða Ný-kommi.
Landið (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:27
Ég er náttúrlega nýfrjálshyggjumaður, eins og sést glöggt af þessu bloggi, sem og öðrum skrifum á þessari síðu.
Vésteinn Valgarðsson, 20.2.2009 kl. 13:51
Frjálshyggja snýst ekki um peninga. Hún snýst um að allt ofbeldi sé ólíðandi og siðlaust.
Sindri Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 23:57
"Corporatism is evil" - Ron Paul
Sindri Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 23:57
Þannig að frjálshyggjumenn eru t.d. á móti kerfisbundinni valdbeitingu til þess að vernda forréttindi hinna fáu gegn hinum mörgu, þ.e.a.s. að ríkisvald auðvaldsins haldi lögreglu, fangelsi o.s.frv. til að verja einkaeignarréttinn? Skrítið hvað þeir hafa verið þöglir um það.
Vésteinn Valgarðsson, 21.2.2009 kl. 00:17
Ég held að frjálshyggjumenn myndu ekki vera sammála því að lögregla og fangelsi séu í þágu hinn fáu gegn hinum mörgu. Einnig myndu þeir segja að það sé í allra þágu að verja eignaréttinn. Frjálshyggjumenn myndu hins aldrei sætta sig við það að fólk geti stofnað til rekstrar, þar sem áhættan af tapinu fellur á almenning, eins og t.d. gerðist út af Ice-save.
Sindri Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 00:29
En varðandi fangelsi, þá ættu "alvöru" frjálshyggjumenn ekki að vera refsiglaðir menn. Ríkið mætti einungis beita hinum mjög svo þvingandi úrræði sem frelsissvipting er, nema í neiðartilfellum, og hóflega.
Ég er svona purple libertarian. Varð það í kjölfar þess að ég varð trúlaus, og er held ég með aðeins aðra sín á Frjálshyggju en sumir íslendingar sem kenna sig við hana.
Sindri Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 00:33
Annað, Frjálshyggjumenn eiga auðvitað að virða rétt manna til friðsamlegra mótmæla, og mér finnst þessi hávaðamótmæla hugmynd alveg rosalega sniðug leið. Hægt var að berja í trommur og potta, o.þ.h. án þess að meiða eða skemma neitt.
Sindri Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 00:48
Ég efast ekki um að frjálshyggjumenn myndu segja að eignarrétturinn sé í þágu allra. Það sem ég meina er að ef þeim yrði að ósk sinni, og einhvers konar "lágmarksríki" yrði að veruleika, þá mundi bilið milli ríkra og fátækra vaxa mjög hratt, og stór hluti samfélagsins væri kominn í hreina örbirgð. Hver hirðir um eignarrétt ef hinn valkosturinn er að svelta?
Burtséð frá því, þá get ég ekki séð að því verði í móti mælt, að það sé í þágu allra t.d. að (a) framleiðsla sé skipulögð til að hún sé sem hagkvæmust fyrir hagkerfið en ekki "gróðavænleg" fyrir fámennan hóp eigenda; (b) dreifing sé skipulögð til að fullnægja þörfum fólks en ekki "eftirspurn" þeirra einna sem eiga peninga og (c) eignarhald á atvinnuvegunum sé félagslegt, svo samfélagið geti hagað þeim í þágu allra, en ekki í þágu fárra.
Vésteinn Valgarðsson, 21.2.2009 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.