Hvaðan koma allir þessir sjóræningjar?

Vestræn fyrirtæki hafa stundað það árum saman að losa sig við spilliefni í Afríku. Það kostar meira að farga þeim á almennilegan hátt heldur en að láta bara urða þau eða sökkva í sjó hinumegin á hnettinum. Sómalía varð gósenland fyrir mesta ógeðið á tíunda áratugnum. Þar hefur t.d. geislavirkum úrgangi verið sökkt í miklum mæli. Þegar fiskimiðin undan ströndum landsins eyðilögðust reyndu sjómennirnir fyrst að sækja sér bætur til fyrirtækjanna sem báru úrslitaábyrgð. Það tókst auðvitað ekki og niðurstaðan varð eitthvað á þessa leið: "Fokkitt, við sækjum þá bara skaðabæturnar sjálfir." Þessir vestrænu auðmenn eru hvort sem er allir eins, og öll skipin sem eru í förum um Aden-flóa eru auðveld bráð fyrir léttvopnaða sjóræningja.

Það eru þrjár leiðir út úr vandanum.

Réttlátasta leiðin er að Vesturlönd axli sína ábyrgð og leiti annað hvort uppi þá sem bera ábyrgð á menguninni til að láta þá borga skaðabætur, eða borgi þær að öðrum kosti sjálf. Þær þurfa að fela í sér nýtt lífsviðurværi fyrir samfélögin sem misstu allt sitt. Sénsinn að Vesturlönd geri þetta.

Mun verri leið væri að eftirláta Bandalagi íslamskra dómstóla Sómalíu og hætta að reyna að berja það niður. Fyrir utan að sú barátta er svo til vonlaus, þá er ekki eðlilegt að Vesturlönd séu að skipta sér af því hvernig Sómalir reka sitt eigið land. Íslamistarnir hafa sýnt að þeir brjóta sjóræningjana á bak aftur þar sem þeir ná völdum. En sénsinn að Vesturlönd geri það.

Þriðja leiðin er langverst: Að koma fyrir svo mörgum herskipum á Adenflóa að sjóræningjarnir eigi aldrei neinn séns. Á að veita hverju einasta skipi herskipafylgd, sem siglir um Adenflóa? Það hlýtur að kosta að minnsta kosti jafnmikið og fyrsta og besta leiðin. En það er það sem Vesturlönd eru að reyna. Dýrt, heimskulegt, dæmigert.


mbl.is Sjóræningjar ræna grísku skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og óréttlátt líka.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góð samantekt hjá þér um sjóræningjana og baksvið þeirra, Vésteinn.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 23.2.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband