Öryggi á Kóreuskaga

Sem stendur er eina leiðin sem Norður-Kóreumenn hafa til að tryggja öryggi ríkisins sú, að byggja upp ógnarjafnvægi á Kóreuskaga. Bandaríkjaherhefur haft mikinn viðbúnað í Suður-Kóreu allt frá Kóreustríðinu. Það kann að vera auðvelt fyrir okkur, hinumegin á hnettinum, að gleyma eyðingu Kóreustríðsins. Það er ekki eins auðvelt fyrir Kóreumenn. Norður-kóresku ríkisstjórninni er ekki stætt á að bjóða landsmönnum sínum upp á að slíkt geti endurtekið sig. Á meðan vígbúnaðurinn sunnan landamæranna er eins og hann er, eru þeir tilneyddir til að vígbúast á móti.
mbl.is N-Kórea undirbýr eldflaugaskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Nei -- Bandaríkjastjórn gæti dregið herinn sinn burt frá Kóreu, þar sem hann á ekkert að vera hvort sem er, og svo gæti ríkið sameinast á nýjan leik.

Vésteinn Valgarðsson, 27.2.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband