Kosningastefnuskrá Rauðs vettvangs vegna Alþingiskosninga vorið 2009

Verkefnin fyrir kosningarnar í vor verða að skoðast í ljósi efnahagskreppu auðvaldsins sem valdið hefur algeru hruni efnahagslífsins á Íslandi. Afleiðingar kreppunnar eiga að mestu eftir að koma í ljós. Ef ekki verður brugist við á róttækan hátt er hætt við fjöldagjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja, gríðarlegu atvinnuleysi og landflótta. Þetta gæti leitt til upplausnar í samfélaginu sem langan tíma tæki að jafna sig á.

Fjöldi fólks sem jafnvel hefur fram að þessu ekki verið hlynnt sósíalisma hlýtur að horfast í augu við að til að þjóðin komist eins farsællega og hægt er út úr þessum vanda, verður að beita félagslegum lausnum í meiri mæli en hér hefur áður verið gert. Til að þjóðin gangist inn á að vinna upp það tjón sem fjármálaauðvaldið hefur unnið samfélaginu í skjóli ríkisvaldsins, verður hún að fá vissu fyrir því að ekki verði öllu rænt frá henni jafnóðum. Þess vegna verður að hverfa frá kreddum kapítalískra kenninga um að einkarekstur sé lykill að farsæld og að arðrán sé það eina sem geti drifið hagkerfið. Í ljósi þess er hægt að lífga við mörg gjaldþrota fyrirtæki undir forræði starfsfólks eða undir öðrum félagslegum formerkjum og leysa þannig úr læðingi möguleika þeirra á verðmætasköpun fyrir samfélagið og rjúfa vítahring kreppunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband