3.3.2009 | 15:12
Sér ekki fílinn í herberginu
Erfðaprinsinn getur ekki séð aðalatriði málsins vegna þess að hann vill ekki sjá þau. Hann hefur hagsmuna að gæta, að sjá þau ekki. Hann er kapítalisti í marga ættliði og stólar á aðra kapítalista til að styðja sig. Hann er heilaþveginn af kapítalisma. Hann treystir markaðsforsjá og ætlast til þess að brennd börn forðist ekki eldinn.
Stefna Sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi -- marga undanfarna áratugi -- er vitlaus og léleg. Þar sem Sjálfstæðismenn hafa vikið frá henni hafa þeir stundum (stundum ekki) tekið ennþá vitlausari og lélegri stefnu.
Spurningin um einkarekstur eða ríkisrekstur er fölsk valþröng og það ít vöföldum skilningi. Annars vegar stillir hann því þannig upp að valið standi milli ríkisins og venjulegs fólks, þegar hið sanna er að það er annað hvort ríkisvaldið eða auðvaldið. Hins vegar að það sé annaðhvort borgaralegur ríkisrekstur eða borgaralegur einkarekstur, þegar hið sanna er að það er annað hvort borgaralegur rekstur eða félagslegur rekstur.
Ef reksturinn er borgaralegur, þá skiptir ekki máli hvort hann er á forsjá prívat-kapítalista eða sameiginlegrar framkvæmdanefndar kapítalistastéttarinnar, hins kapítalíska ríkis. Aðalatriðin eru að hann er skipulagður sem stigveldi og að venjulegt starfsfólk ræður engu nema því sem það getur knúið fram í gegn um stéttarfélagið.
Ríkið er enginn lausnari. Aðalatriðið er hver ræður yfir því, hver ræður ferðinni í samfélaginu: Hvaða stétt það er sem fer með völdin. Núna fer auðvaldið með völdin. Það ætti að vera vinnandi fólk, almenningur í landinu.
Hér var ekki hörð frjálshyggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.