Viðbjóður

Hópur fólks bar viðbjóð á borð fyrir háskólanema í dag. Um Orkuveituna og Landsvirkjun má segja ýmislegt, en umhverfisverndarpostular eru þessi fyrirtæki ekki. Svona kynning er svokallaður grænþvottur, þ.e. að stórfyrirtæki, ekki síst fyrirtæki tengd orkuvinnslu eða þungiðnaði, reyni að gefa af sér þá ímynd að þau séu "græn". Þau eru það ekki. Þetta er áróður, skrum í ímyndarskyni. Tilgangur skyrslettnanna er auðvitað að afhjúpa þessi fyrirtæki fyrir hvað þau standa raunverulega fyrir og segja þeim að þau séu ekki velkomin í háskólann til að reka þar áróður. Það þarf nú engan stjörnuspeking til að sjá það.


mbl.is Grænu skyri slett í HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært.  Þá eru þau á sama palli og þeir sjálflýstu friðsömu mótmælendur sem þykjast eingöngu gagnrýna stjórnvöld fyrir króníisma en ekki beita sér gegn hinum almenna borgara að vinna vinnuna sína.

Það þarf heldur ekki stjörnuspeking til að spotta froðusnakka með messíasarkomplex.

Sveitakall (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 20:37

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Geturðu útskýrt betur hvað þú meinar?

Vésteinn Valgarðsson, 5.3.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband