Srebrenica

Mladic var yfir herflokki Bosníu-Serba í Bosníustríðinu. Vígamenn Bosníu-Múslima léku nokkur bosníu-serbnesk þorp grátt, m.a. með morðum og nauðgunum, og flúðu svo þegar bosníu-serbneski herinn nálgaðist. Þeir flúðu til Srebrenica-flóttamannabúðanna og dreifðu sér meðal mannfjöldans. Hið rétta í stöðunni hefði auðvitað verið að taka alla fasta, sem stríðsfanga, og afhenda þá Sameinuðu þjóðunum. Mladic gerði það ekki. Í liði hans voru margir nánir ættingjar fórnarlambanna úr þorpunum sem bosníu-múslimsku vígamennirnir höfðu brennt og myrt. Hann sleppti þeim lausum, þúsundir dóu. Þessi heimskulegi, ástæðulausi og hryllilegi stríðsglæpur varð Bosníu-Serbum dýrkeyptur í áróðursstríðinu. Burtséð frá málstaðnum, þá er erfitt að reyna að vernda ímyndina þegar menn eru með stríðsglæpi á sakaskránni.
mbl.is Í felum í íbúð í mörg ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband