L fyrir...

"L" getur nú staðið fyrir ýmislegt annað en þetta sem Bjarni og Þórhallur segja. Fínt hjá þeim að vera á móti ESB, eins og reyndar flestir landsmenn. Ég hnýt hins vegar um þetta:

"Merki L - lista er prýtt fánalitunum sem sameina okkur öll hvar sem við erum í flokki.


L- listinn stendur fyrir borgaraleg gildi og hafnar öllum öfgum til hægri og vinstri.
"

Það var nefnilega það. "Borgaraleg gildi" þýðir væntanlega að vilja halda í kapítalismann. Viðhalda misskiptingu, ójöfnuði, forréttindum og stéttaskiptingu. "Sameina okkur" þýðir að fáninn -- þjóðernið -- eigi að sameina okkur meira heldur en stéttaskiptingin sundrar. Það er röddin sem segir að íslenskur afgreiðslumaður í búð eigi meira sameiginlegt með Jóni Ásgeiri heldur en með breskum afgreiðslumanni í búð. Að "hafna öllum öfgum" er klisja sem Bjarni Harðarson japlar á og heldur að hljómi vel. "Öfgar" eru auðvitað ekki það sem honum finnst vera rétt. Það eru þannig ekki öfgar að vilja enn frekari stóriðjuvæðingu Íslands eða að Ísland sé utan við ESB. En það eru hins vegar öfgar að vilja afnám auðvaldsskipulagsins, úrsögn úr hernaðarbandalagi, aðskilnað ríkis og kirkju -- nú,eða að vilja, segjum, myrða alla sem eru samkynhneigðir. Bjarni skilgreinir sjálfur hvað eru öfgar: Það sem hann er á móti.

Ætli mapur geti ekki fundið sér eitthvað annað til að kjósa.


mbl.is L-listinn kynnir merki sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband