Bjánar frá miðöldum

Ef kaþólska kirkjan hefði vitað hvað mundi leiða af þvottavélinni, hefði maðurinn sem fann hana upp örugglega verið brenndur á báli fyrir svartagaldur. Prótótýpan af vélinni hefði líka verið brennd fyrir svartagaldur.

Á alvarlegri nótum, þá ætla ég ekki að fullyrða neitt um hvort vó þyngra. Hugboðið segir þó pillan. En hver veit, kannski að það hafi verið þvottavélin.

Hitt veit ég, að það sem vó þyngst var jafnréttisbaráttan, sósíalisminn: Sú hugmynd að fólk ætti að vera jafnt, fá sömu laun fyrir sömu vinnu, njóta sömu kjara og vera ekki hrætt við að berjast fyrir þeim ef einhverjir karlfauskar stóðu í veginum. Þessir karlfauskar voru merkilega oft með embætti hjá kaþólsku kirkjunni, merkilegt nokk.


mbl.is Þvottavélin frelsaði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband