Doði og dauði

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að verkalýðshreyfingin höfðar lítið til fólksins í landinu. Spillingarsukk Gunnars í VR dugir ekki einu sinni til. Af hverju stafar þetta áhugaleysi? Hugleiðingar:

Félögin eru of stór og þar með of fjarlæg. Þau snúast ekki um þátttöku félagsmanna, heldur þjónustu við þá, sem þýðir að þau verða eins og hverjar aðrar stofnanir. Þau eru átakafælin og málamiðlanasöm við auðvaldið í sönnum krata-anda, standa frekar í sumarbústaðarekstri heldur en harðri baráttu fyrir kjörum félaganna. Þau skorast jafnvel undan því að heita verkalýðshreyfing lengur, því það finnst varla neinum hann vera hluti af neinum "verkalýð". "Stéttarfélög" lætur betur í eyrum.

Fyrr í vetur kallaði Gylfi Arnbjörnsson misnotkun á verkfallsvopninu, að nota allsherjarverkfall til að fella ríkisstjórnina. Að þá yrði verkfallsrétturinn jafnvel skertur. Nei, lausnin á að vera að ganga bara í ESB.

Fyrir hvern í andskotanum eru þessir menn eiginlega að vinna!?


mbl.is Dræm þátttaka í kosningum VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband