Verksmiðjubúskapur

Ef þetta er það sem við fréttum af, hvað er þá mikið sem við fréttum ekki af?

Dýraverndaryfirvöld hafa vanalega ekki úr miklu að moða og verða að láta stikkprufur nægja, þar sem eftirlit ætti að vera strangt. Þótt það sé óhugnanlegt þegar reglurnar eru brotnar svona, þá er svínarækt líka óhugnanleg þegar öllum reglum er fylgt. Þau réttindi sem dýrunum eru áskilin eru ekki meiri en svo að þau liggja með legusár á allt of litlum básum, fá hvorki nauðsynlega hreyfingu né örvun og þjást af innilokunarkennd, svo fátt eitt sé nefnt.

Af viðbjóði á verksmiðjubúskap hætti ég, fyrir rúmum fimm árum síðan, að éta kjöt af kjúklingum og svínum og öðrum dýrum sem ég hef ástæðu til að ætla að séu alin við ómannúðlegar aðstæður.


mbl.is Grísir soðnir lifandi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband