20.3.2009 | 01:47
"einfalds kapítalisma"?
Það er tómur hugarburður að það sé hægt að "hverfa frá villtum kapítalisma til einfalds kapítalisma". Það er ekki hægt frekar en að við getum horfið aftur til lénsveldisins. Leiðin frá villtum kapítalisma liggur ekki aftur á bak í tíma, til einhvers skáldaðs hagkerfis þar sem kapítalisminn var saklaus og tær, heldur liggur leiðin fram á við, til sósíalismans. Lausnin er að skipuleggja hagkerfið þannig að það uppfylli þarfir fólks og fari vel með fólk, náttúru og auðlindir.
Handtekinn fyrir samlíkingu við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 129877
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Það væri nú að fara úr öskunni í eldinn að fara enn og aftur að eltast við sósíalismann - hann hefur hvergi virkað og mun aldrei virka, það er margreynt þó það hafi verið gert undir ýmsum nöfnum sem enginn vill lengur kannast við.
Gulli (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:08
Ekki er kapítalisminn að virka, Gulli. Af hverju bregður fólki svona þegar sósíalismi eða vinstri er nefnt? Alveg eins og ekki er hægt að fara aftur til einfalds kapítalisma, er sennilega ekki heldur hægt að fara aftur til sósíalisma fortíðarinnar. Við þurfum að finna málamiðlun sem virkar.
Villi Asgeirsson, 20.3.2009 kl. 12:17
Hmmm...
Ég held það skipti ekki máli hvort Kapítalismi, Sósíalismi, Kommúnismi eða Fasismi er við líði á meðan okkur er fjarstýrt frá IMF og allar ákvarðanir sponsaðar þaðan og hagkerfi heimsins byggja á ímynduðum stærðum og hafa enga tryggingu.
Að halda að sósíalismi bjargi nokkru er í besta falli barnalegt.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.3.2009 kl. 12:54
J.E.V.B.M.: Barnalegt að halda að bjargi einhverju að hagkerfið anni þörfum fólks og framleiði á sem hagkvæmastan hátt fyrir heildina? Hvað er barnalegt við það? Ef það væri tekið upp sósíalískt hagskipulag í landinu væri sjálfhætt við lán frá IMF, sem og Evrópusamband, Atlantshafsbandalag og ýmislegt fleira.
Villi: Það er enginn að tala um afturhvarf til Sovétríkja Brésnéfs eða eitthvað. Ég er að tala umsósíalismann sem slíkan, inntak hans: Að vinnandi fólk taki völdin af auðmönnunum og endurskipuleggi þjóðfélagið eftir hagsmunum sínum -- það er að segja, eftir hagsmunum almennings. Það er ekki til nein málamiðlun milli kapítalisma og sósíalisma. Slík "málamiðlun" heitir einfaldlega kapítalismi.
Vésteinn Valgarðsson, 20.3.2009 kl. 13:45
Vissir þú að SSSR tóku IMF lán á sínum tíma?
Hvað er barnalegt við þetta?
Tja. Fyrirgefðu kurteisislegt orðbragð mitt, þetta ber heldur vott um geðveiki. Sósíalisminn hefur verið reyndur og virkar ekki frekar en kapítalisminn.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.3.2009 kl. 17:10
Hvað í fjandanum er einfaldur kapítalismi?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:49
E.J.V.B.M.: Ég man ekki hvort ég vissi að SSSR hafi tekið IMF lán. IMF var allt annað apparat þegar hann var stofnaður heldur en eftir að Mont Pelerin-frálshyggjuhalar tóku yfir hann. En það er aukaatriði. Ég er ekki að tala um afturhvarf til Brésnéfs, heldur að taka upp þjóðskipulag á sósíalískum forsendum.
Að segja að sósíalismi hafi verið reyndur, hafi misheppnast og virki þar af leiðandi ekki er jafn barnalegt og að segja það sama um lýðræði, jafnrétti, frið velferð o.s.frv. Að segja þetta jafngildir því að segja að borgaralega ríkið sem við búum við sé í eðli sínu skásta mögulega stjórnarfar, þegar búið sé að sníða af því einhverja minniháttar agnúa. Trúir þú því?
Það eru mörg ríki sem gefa sig út fyrir að vera voðalega lýðræðisleg en lýðræðinu er í besta falli stórlega ábótavant í hverju einasta þeirra. Sama má segja um sósíalisma í þeim löndum sem hafa gefið sig út fyrir að vera sósíalísk.
Hvaða forsendur eru það sem ég kalla sósíalískar? Það er fyrst og fremst að vinnandi fólk fari með völdin í landinu, en ekki elíta atvinnurekenda. Völdin í landinu grundvallast á hagkerfinu, það er það sem á að vera rekið af fólkinu og í þágu þess. Það þýðir að tilgangur atvinnuveganna er ekki að skapa gróða fyrir fámennan hóp eigenda, heldur að uppfylla þarfir fólksins. Það þýðir líka að reksturinn þarf að vera eins sjálfbær, fjölbreyttur, umhverfisvænn og hagkvæmur fyrir heildina eins og hægt er. Loks þýðir það að vinnandi fólk sé ekki meðhöndlað eins og undirtyllur, heldur stjórni sjálft vinnu sinni og njóti ávaxta hennar.
Hvað er barnalegt við þetta?
Vésteinn Valgarðsson, 20.3.2009 kl. 23:07
Eva: "Einfaldur kapítalismi" eru einhver orðadæmi sem þú finnur í rammagreinum í kennslubókum í hagfræði. Ef hugmyndin er að kapítalískt hagkerfi geti gengið án umsvifamikilla fjármálamarkaða, þá væri það þannig séð hægt, en væri mjög hægfara og óskilvirkt.
Vésteinn Valgarðsson, 20.3.2009 kl. 23:10
Hér á Íslandi er annars ekki verið að hverfa aftur til einfalds kapítalisma eða tvöfalds kapítalisma, heldur pilsfalds kapítalisma.
Vésteinn Valgarðsson, 21.3.2009 kl. 01:30
Þannig að 'einfaldur kapítalismi' er arðhyggja, sem byggir á sömu hugmyndafræði og sömu markaðslögmálum og sá kapítalismi sem við búum um, en gerir ekki kröfu um jafn mikinn arð? E-k hófsamur kapítalismi?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 09:44
Ok. Ég skal éta þetta ofan í mig ef þú getur borið rök fyrir því að þessi sósíalismi verði lýðræðislegur og snúist ekki upp í andhverfu sína eins og allar aðrar kreddur.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.3.2009 kl. 12:54
Eva: Ég veit ekki hvað þessi náungi hafði í huga, nota bara ímyndunaraflið. Kannski meinar hann bara að kapítalistarnir eigi að temja sér nægjusemi og heiðarleika, koma vel fram við aðra og passa að fyrirtækin þeirra stækki ekki of mikið. Já, og mæta í kirkju á hverjum sunnudegi með vatnsgreitt hárið og stífelsi í flibbanum.
J.E.V.B.M.: Sko -- kjarninn í mínum rökum er ekki annar en sá að ég er bjartsýnn á að fólk sé sæmilega skynsamt og sæmilega gott. Ef þér finnst fólk vera illgjörn og löt fífl skil ég að þú sért ekki jafn bjartsýnn, en þá skil ég heldur ekki hvað jólakötturinn var að gera á mótmælunum í vetur.
"Þessi" sósíalismi sem ég er að tala um er ekkert annað en hagkerfi Íslands eins og það ætti að vera. Ég veit ekki hvers vegna þú talar um "kreddu". Ég get ekki lofað því að sósíalisminn verði lýðræðislegur, eilífur eða að þú getir valið milli sautján tegunda af marmelaði ofan á ristabrauðið þitt. Það er bara eina leiðin út úr þrengingunum að (a) gera byltingu og (b) koma á lýðræðislegum sósíalisma. Þeir ávinningar sem hljótast af byltingu eru miklu traustari en þeir ávinningar sem gætu fengist með umbótum, vegna þess að (a) umbætur sem Valdið gefur getur Valdið tekið aftur og (b) réttindi sem fólkið tekur sér með erfiðismunum er það ófúsara að láta af hendi.
Forsendan fyrir því að sósíalismi sé lýðræðislegur er að það sé fólkið sjálft sem er með völdin og framkvæmi þau eftir sínum eigin leiðum en ekki leiðum auðvaldsins. Að undið sé ofan af valdastrúktúrum á prógressífan hátt en ekki að lýðræðislega kjörnir fulltrúar stirðni í valdastellingum. Að umboð séu knappt tímabundin og talsmenn afsetjanlegir. Að ráð eða önnur valdatæki fólksins láti ekki plata sig með NEP-stefnu eða stríðskommúnisma (NEP-stefna á Íslandi væri reyndar ósennileg vegna þess að landið er ríkt nú þegar). Aðalforsendan er að fólk sé meðvitað um að það sé eigin herrar, taki virkan þátt í að móta eigin örlög og neiti af gefa afslátt af stöðu sinni sem ríkjandi stétt. Að fólk hafi stéttarvitund, læri af sögunni og noti samtakamáttinn til að bæta samfélagið.
Fólkið getur tekið völdin í þjóðfélaginu en égget engu lofað um hvernig því tekst að halda þeim. Ég er bara bjartsýnn.
Vésteinn Valgarðsson, 21.3.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.