Afneitun

Það sem Geir skilur greinilega ekki, er meðal annars eftirfarandi:

  • Það er ekki jákvætt, heldur neikvætt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þrjóskast svona lengi við það sem allir sáu að varð að gerast: Stjórnarskipti.
  • Það er ekki neikvætt, heldur jákvætt að Samfylkingin hafi gefið eftir; það er merki um að einhver tengsl séu eða hafi verið milli Samfylkingarinnar og fólksins í landinu, sem krafðist breytingar.
  • Veikleiki stjórnarinnar var ekki brestur í Samfylkingunni, heldur þrjóska í forystu Sjálfstæðisflokksins.
  • Stjórnin féll ekki vegna þess að Samfylkingin klikkaði, heldur vegna þess að þrýstingur frá almenningi var orðinn óbærilegur og friðurinn í landinu hékk á bláþræði.
  • Óánægja almennings var fyrst og síðast út í Sjálfstæðisflokkinn. Óánæagja beindist að Samfylkingunni, mestmegnis að því leyti að hún hélt áfram að styðja gersamlega vanhæfan flokk til valda.

mbl.is Samfylkingin brotnaði undan storminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband