Valkvætt réttlæti?

Hvers vegna á Omar al-Bashir að sætta sig við að vera tekinn fastur vegna ódæða í Darfur, ef George Bush fær að leika lausum hala þrátt fyrir ódæði í Írak, Afganistan, Sómalíu, Kúbu, Bandaríkjunum og víðar?

--- --- --- --- ---

Á ráðstefnunni sem við Rósa fórum á í Cairo í fyrra, talaði Rósa við konu frá Súdan. Sú hélt nú ekki að það væri neitt þjóðarmorð í gangi í Darfur. Seisei nei. Tryðum við öllu sem við læsum í fjölmiðlum? Við skyldum bara skella okkur þangað sjálf og sjá með eigin augum. Ættum við á hættu að verða myrt eða nauðgað eða eitthvað slíkt? Við ættum það líka á hættu ef við værum stödd í, segjum, New York, er það ekki?

Þetta dugði nú ekki alveg til að sannfæra okkur um að allt væri með felldu í Darfur, og við höfðum ekki tíma til að þekkjast heimboð konunnar góðu.


mbl.is Gaddafi strunsaði út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband