Si vis pacem para bellum

Hvað er þetta, mega Norður-Kóreumenn ekki verja sig?
mbl.is Norður Kóreumenn skjóta eldflaug á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með drasli sem er "made in China" og hrapar í hafið?

Ég trúi því ekki að geimskotið hafi heppnast fyrr en ég heyri N-Kóreska byltingar- og hetjusöngva í útvarpinu, en Pyongyang heldur því fram að útsending sé nú þegar hafin!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þetta hljómar skýrt og greinilega í mínu útvarpi, þitt er greinilega ekki stillt á rétta bylgjulengd. ;)

Vésteinn Valgarðsson, 5.4.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sama sögðu menn eins og þú um Írak fyrir nokkrum árum. Að fólkið sé betur komið dautt af völdum bandaríska hersins. Ástæðan fyrir því að Norður-Kórea er ekki í sömu sporum og Írak í dag er að þeir geta bitið frá sér.

Vésteinn Valgarðsson, 5.4.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvar lest þú að ég segi að þú styðjir Íraksstríð?

Menn eins og þú sem eru á móti því að lönd eins og Norður-Kórea hafi rétt til að verja sig, voru á móti því líka á sínum tíma að Írak hefði rétt til að verja sig. Það felur í sér að það sé betra fyrir fólkið þar að drepast heldur en að búa við harðstjórn.

Ef ég þekki þig rétt áttu eftir að "hafa það eftir" mér að ég styðji stefnu norður-kóresku ríkisstjórnarinnar, úr því að ég er á móti því að alþýða Norður-Kóreu sé brytjuð niður með amerískum klasasprengjum.

Vésteinn Valgarðsson, 5.4.2009 kl. 23:23

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Við hverju bjóstu á Kúbu? Svíþjóð suðursins? Þú gætir séð töluvert meiri eymd ef þú færir til t.d. Haítí eða Níkaragva. Þó búa þau lönd ekki við viðskiptabann eins og Kúba. Þegar þú segir "illmenni eins og Chavez", þá sýnir það best þína eigin vanþekkingu.

Hvaða vinstrimenn hefur þú heyrt mæra Kim Jong-il? Þér finnst hann vera eitthvert mesta úrhrak sem fyrirfinnst -- en hvað heldurðu að fólki fyndist um hann ef hann byði innrásarher velkominn til að leggja landið í rúst?

Vésteinn Valgarðsson, 6.4.2009 kl. 09:29

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég skal ekki segja um það. Það má segja um allar þjóðir að þeim sé nær að gera ekki byltingu. Það er samt ekki hægt að kenna almenningi um stjórnvöld í stéttskiptu þjóðfélagi.

Vésteinn Valgarðsson, 7.4.2009 kl. 22:24

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

...með því meina ég að þar sem samfélag er stéttskipt, er yfirstéttin í stöðu til að hafa áhrif sem undirstéttin er ekki í stöðu til. Þannig er kannski hægt að kenna yfirstéttinni sem slíkri um, eða a.m.k. ráðandi hluta hennar, en undirstéttinni -- almenningi -- ekki.

Vésteinn Valgarðsson, 7.4.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband