Geta lítið gert

Bandaríkjastjórn vildi helst þurrka Norður-Kóreu út. Rússar og Kínverjar standa á bremsunni. Loks eru Norður-Kóreumenn sjálfir svo fastir fyrir að það þarf meira en þetta til að hagga þeim. Þeir eru nú þegar með nógu sterkan hefðbundinn her til þess að það leggi enginn í þá. Hafa t.d. holað út heila fjallshlíð við landamærin, þar sem þeir eru með Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í sigti með hundruðum ef ekki þúsundum fallbyssna. Ef þeir vildu gætu þeir jafnað borgina við jörðu á nokkrum klukkutímum. Þannig að hver haldið þið að muni í alvörunni ráðast á Norður-Kóreu? Það yrði í óþökk Suður-Kóreumanna, svo mikið er víst.
mbl.is Öryggisráð SÞ þingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband