Á hvaða forsendum...

"28,2% myndu kjósa Vinstri græn" -- það er ágætt svo langt sem það nær. Ég reikna ekki með öðru en að kjósa VG og hvet aðra til hins sama. Betri kostir eru ekki í boði í þessum kosningum. En ég vil taka fram að ég er með fæturna á jörðinni -- ég vona að enginn sé að fara að kjósa VG í þeirri trú að það sé sósíalískur flokkur, hvað þá (guðséossnæstur) kommúnistaflokkur. VG er vinstrikratískur flokkur og gefur sig ekki út fyrir að vera neitt annað. Sjá nánar: VG og sósíalisminn.
mbl.is Þriðjungur myndi kjósa Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki alveg með á nótunum hvers vegna Samfylkingin er að raka til sín svo miklu fylgi. Það eina sem þau hamra á er innganga í Evrópusambandið!Skuldir heimilanna fá að vaxa óhindrað í þeirra stjórn og nýjasta lækningin er nú að jafna greiðslubyrði og lengja lánstímann! Ég pérsónulega neita því harðlega að greiða fyrir skuldir þeirra einstaklinga sem hafa komið þjóðinni á hausinn. Fleiri þúsund íslendingar keyptu sér húsnæði á
s.l. árum og þurftu að sjálfsögðu að taka lán til að fjármagna þau kaup. Það er sífellt verið að tala um skuldir heimilanna! Það lán sem ég tók á sínum tíma til að fjármagna mín húsnæðiskaup hafa nær tvöfaldast á 4 árum. Ég á EKKI sök á þessu og ef stjórnvöld halda að þau geti endalaust vaðið í buddu almennings til að greiða niður þær skuldir sem fáeinir veruleikafyrrtir einstaklingar í Matadorleik og gjörsamlega vanhæfar eftirlitstofnanir og ríkisvald báru algjörlega ábyrgð á, eiga núverandi stjórnvöld ekki skilið atkvæði landsmanna. Nýjasta útspil viðskiptaráðherra er ekki til hjálpar heimilinum þar sem höfuðstóll lána lækkar ekkert. Það verður að fella niður þær skuldir sem hafa skapast vegna þeirra óreiðu sem hefur verið hér undanfarið og húsnæðiseigendur eiga ALLS ENGA SÖK Á!! Því miður eru engir flokkar í boði sem standa uppúr og X-D og X-F verða að fara í frí, það er algjörlega nauðsynlegt fyrir þjóðina. VG er því sá kostur sem ég reikna með að fái mitt atkvæði.

Edda (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband