Hóf og ábyrgð

Ég vil byrja á að taka það fram að ég reikna með að kjósa VG í komandi kosningum.

Steingrímur segir tillögurnar vera "hófstilltar" og "ábyrgar" -- ég skal ekki dæma um það, en er núna tíminn fyrir "hófstilltar" tillögur? Ég meina, ástandið sem íhaldið skildi eftir sig er ekki beint hófstillt, er það? Ef þið spyrjið mig væri nær að setja fram róttækar tillögur. Og ábyrgar? Ábyrgar gagnvart hverjum?

Ég mun kjósa VG nema eitthvað makalaust komi upp á, og ég hvet aðra til hins sama. Hinir flokkarnir eru meira og minna handónýtir. Að því sögðu, þá er rétt að fram komi að þótt VG séu besti kostur í stöðunni, þá má samt finna ýmislegt að þeim. Tékkið á þessu:

Af efnahagsmálum á landsfundi Vinstri-grænna og:
VG og sósíalisminn eftir sjálfan mig, og:
Nokkur orð um VG eftir Þórarinn Hjartarson.

Farið svo og kjósið VG, en ekki halda að þið séuð að kjósa einhvern sósíalistaflokk, hvað þá kommúnistaflokk. VG er vinstrikratískur flokkur og besti kostur sem við eigum í stöðunni.


mbl.is Ekki tveir turnar heldur þrír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband