9.4.2009 | 22:12
Upp bakið á VG
Ég átta mig ekki á þessu aukna fylgi Samfylkingarinnar.
Ég skil að Jóhanna sé vinsæl. Hún er vel að því komin, þótt hún sé ekki fullkomin. En getur verið að hún sé slík eimreið að hún dragi alla halarófuna á eftir sér upp vinsældastigann?
Eða er Samfylkingin að príla upp bakið á VG? Ef Samfylking þykir standa sig svona vel núna, betur en hún gerði með Sjálfstæðisflokknum, þá er það annars vegar verðskuldaður áfellisdómur yfir hræinu af Sjálfstæðisflokknum, og hins vegar vitnisburður um að VG standi sig vel. Það sem það segir um Samfylkinguna sjálfa er aðallega að hún sé svo hentistefnusinnuð að hún litist af samstarfsflokknum. Þá er það ánægja með VG sem birtist í stuðningi við Samfylkinguna.
Eða getur verið að Evrópusambands-bull Samfylkingarinnar skili henni svona miklu fylgi? Við erum ekki að fara að fara inn í Evrópusambandið á næstunni, og vonandi aldrei nokkurn tímann. Hver haldið þið að vilji taka heilt ríki sem niðursetning á framfæri sitt?
Samfylking eykur forskot sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Vésteinn ég held að Evrópusambandsmálið hali inn mörg atkvæðin þessar vikurnar hjá Samfylkingunni. Stór hluti þjóðarinnar er á þeirri skoðun að kanna þau tækifæri nánar. Þetta verður líklega í fyrsta sinn sem Samfylkingin græðir á að vera einn flokka með þetta mál.
Eyjólfur Sturlaugsson, 9.4.2009 kl. 22:29
Ég er alfarið á móti umsókn í ESB. En ég verð að hrósa Samfylkingunni fyrir að ganga framan að kjósendum og segja þeim afdráttarlaust að hverju flokkurinn muni stefna fái hann til þess umboð.
Árni Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 23:11
Svar við lokasetningunni í pistli þínum Vésteinn:
Kannski BNA þegar við tökum upp $ sem gjaldmiðil. Þá verðum við endanlega laus við þetta Evrópurugl...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.4.2009 kl. 17:32
Kannski það. BNA eru jafngóður kostur og ESB og jafnraunhæfur.
Vésteinn Valgarðsson, 11.4.2009 kl. 17:11
Tel ESB skömminni skárri kost en þann að við göngumst einu ríki á hendur. Langar einhvern að verða enn ein stjarnan í þjóðfána BNA ? Eða fara aftur "heim til mömmu" í Noregi ? (Sem vill reyndar, sem betur fer, ekki sjá okkur).
Hefur landinu okkar verið svo vel stjórnað, að það sé ekki hreinlega skár komið í rassvasabókhaldi einhvers möppudýrs í Brussel, sem á a.m.k. engra persónulegra hagsmuna að gæta, frekar en innlends arðræningja ?
Skil ekki þessa ofurtrú á innlendri valdstjórn. Eftir allt sem á undan er gengið.
Gleðilega páska Eða Bingo !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.4.2009 kl. 17:50
Þú getur nú varla borið "ofurtrú á innlendri valdstjórn" upp á mig. Ég meina bara að innganga í ESB er jafn asnaleg stefna og innganga í USA. Þá væri nær að sækja um að gerast kantóna í Sviss. Nei, málið er þetta: Við eigum ekki að leita að nýjum herrum til að ráðskast með okkur, heldur taka völdin sjálf og gerast eigin herrar.
Vésteinn Valgarðsson, 13.4.2009 kl. 10:41
Miðað við allt sem gengið hefur á hér á landi ... skil ég að fólk vilji bara fara í ESB. Þótt ég sé þeim ekki sammála. Minn flokkur vill engin tengsl við ESB.
ESB kúgaði okkur til að taka á okkur skuldbindingar vegna innlánsreikninga bankana ... skuldir sem munu sliga komandi kynslóðir. ESB vill finna lausn á hvalveiðum Íslendinga .. semsagt stöðva hana.
Viljum við láta aðra stjórna okkur???
Ef við hefðum ekki haft spillta stjórn hér á landi .. sem og gráðuga auðmenn sem lögðu landið í rúst ... hefðum við enga ástæðu til að ganga í ESB.
ThoR-E, 13.4.2009 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.