Óþarflega langt seilst

Ég sé ekki að borgin þurfi beinlínis að eignast lóðirnar, en hún ætti hins vegar að fara að taka af skarið um það hvernig byggðin á að líta út. Borgin ætti til að byrja með að endurheimta skipulagsvaldið úr klóm braskara og verktaka. Síðan ætti hún að friða stóran hluta af gömlu borginni og skylda húseigendur til að halda húsunum sínum við og hafa þau í notkun. Það þarf ekkert að leggjast út í stór uppkaup, en það þarf að leggjast út í stórar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir um það hvort þessi borg á að hafa sál og sögu eða ekki, hvort hún á að vera hlýleg og fjölbreytt eða ekki og hvort þróun hennar á að þjóna auðvaldinu eða íbúunum.


mbl.is Vill að Reykjavík eignist lóðir í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband