23.4.2009 | 13:01
Hvað á að kjósa?
Í kosningum má gróflega skipta byltingarsinnum í tvo hópa, þá sem vilja frekar styðja skásta kost heldur en ekkert, og þá s em neita að styðja borgaraleg framboð. Nú eru sjö framboð sem munu keppa um hylli kjósenda á laugardaginn kemur, öll borgaraleg. Ég ætla hvorki að eyða orðum í hægriflokkana fjóra né Ástþór Magnússon að sinni. Þá eru eftir Vinstrihreyfingin-grænt framboð og Borgarahreyfingin, framboðin tvö sem vekja mesta athygli fólks sem vill alvöru breytingar.
Ég hef veitt VG gagnrýninn stuðning í nokkur ár og geri það enn. Ég lét verða af því nú seint í vetur að skrá mig í flokkinn. VG eru borgaralegur vinstriflokkur og þykjast ekki vera neitt annað . Þau eru hins vegar með ýmis mál á dagskrá sem eru mikilvæg í sjálfu sér (s.s. óháð byltingunni) og þau eru líkleg til að standa við þetta eru einkum jafnrétti, mannréttindi, umhverfismál , opinber þjónusta, afnám kvótakerfisins og friðsöm utanríkisstefna . Það eru ástæðurnar fyrir því að ég styð VG í kosningunum. Verkalýðsmál sitja hins vegar á hakanum og húsnæðismál eru á villigötum, en um lýðræðismál ætla ég ekkert að fullyrða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.