Ógildir seðlar

Sagt er að það hafi verið hringt í kjósendur í Suðurkjördæmi og skorað á þá að strika Árna út -- óháð því hvað þeir ætluðu að kjósa. Sá sem kýs Ástþór Magnússon en strikar Árna Johnsen út stingur ógildum seðli ofan í kassann. Sjálfstæðismenn sem eru óánægðir með Árna geta slegið tvær flugur í einu höggi með því að láta hann líta illa út og ógilda hugsanlega fjöldann allan af mótatkvæðum gegn flokknum um leið. Sniðugt fyrir þá. Ég veit nú ekki allt um þetta, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk einkennilega mikið fylgi í Suðurkjördæmi. Gæti þetta verið ástæðan?
mbl.is Fásinna að útstrikanir hafi verið skipulagðar í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hvaða eindæma kjaftasögur eru þetta! Ástæða þess að sjálfstæðisflokkurinn á suðurlandi fékk svona góða kosningu er að þar er til hópa skynsamara fólk  enda með alveg frábæra fambjóðendur og með sterkasta vígi sjálfstæðisflokksins í stærsta bæjarfélaginu þar Reykjanesbæ sem telur meirihluta íbúa svæðisins.

Það sem meira er, Reykjanesbæ stjórnar hreinn meirihluti sjálfstæðismanna og íbúar hafa verið mjög ánægðir.

Suðurkjördæmi var ekkert með meira af gölluðum seðlum en annarstaðar. Engum sem hringir út fyrir Sjálfstæðisflokkinn undir yfirþyrmandi fjölmiðlaumræðu um spillingu myndi detta í hug að reyna að fá fólk til að skila ógildu. Þetta er kjaftasaga!

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.4.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það getur vel verið að þetta sé kjaftasaga, ekki man ég fjölda ógildra seðla í Suðurkjördæmi.

Vésteinn Valgarðsson, 30.4.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband