Verkalýðshreyfing í kreppu

Ég skil ekki þá sem skilja ekki hvers vegna var púað á Gylfa Arnbjörnsson. Hann var vel að því kominn. Hans framlag til stjórnarbyltingarinnar í vetur var að segja að það væri "misnotkun á verkfallsvopninu" að beita því á pólitískan hátt gegn ríkisstjórn sem kom landinu á heljarþröm. Hvers vegna? Væntanlega vegna þess að það hefði verið vandræðalegt fyrir Samfylkinguna. Nei, Gylfi, það er misnotkun á verkfallsvopninu að halda því slíðruðu þegar þörfin er brýnust.

Svar Gylfa við kreppunni er að ganga í Evrópusambandið. Þvílíkt bull. Þótt það væri lausn, þá kæmist hún ekki í gagnið fyrr en eftir einhver ár. Hvert verður þetta land sokkið þá?

Lesið frekar 1. maí-ávarp mitt:

Verkalýðshreyfing í kreppu?
Verkalýðshreyfingin hefur tekið ýmsum breytingum í tímans rás, eftir því hvernig þjóðfélagsaðstæður hafa breyst. Þessa dagana breytast þær hratt, og því er rétt að ræða hlutverk og eðli stéttarfélaganna nú, hvaða verkefni þjóðfélagið setur þeim fyrir og hvernig hagsmunum vinnandi fólks er best borgið. Hreyfingin má ekki vera feimin við að endurskoða sjálfa sig í takt við kröfur samtímans.

Það er auðvitað kreppan sem breytir öllu. Þótt hún sé skilgetið afkvæmi fjármálaauðvaldsins, þarf að hafa hraðar hendur til þess að hún dragi ekki allt þjóðfélagið niður. Verkalýðshreyfingin þarf að standa sameinuð og föst fyrir ef hún ætlar að rækja hlutverk sitt í þessari baráttu.


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband