Vel heppnaður fundur

Rauði fáninn þarna á myndinni -- hann er minn.

Bubbi Morthens kom ágætlega út, a.m.k. betur en á síðasta útifundi á Austurvelli, þar sem hann tuggði upp hverja einustu klisju úr sjómanna- og slökkviliðsmannamáli sem fyrirfinnst. Kannski að hann hafi bara fattað að haga seglum eftir vindi.

Ræða Sigrúnar Elsu Smáradóttur féll í misgóðan jarðveg. Hávær minnihluti (?) viðstaddra kunni ekki að meta það sem hún hafði til málanna að leggja.

Ég taldi nú ekki fjöldann -- mundi giska á kannski 1000-1500 þegar mest var -- en það er greinilegt að talnafimi er ekki inntökuskilyrði í lögregluna, frekar en fyrri daginn.


mbl.is Leiðréttingu, ekki ölmusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband