Lýðræðislegu gyðinga- og zíonistaríki?

Það er ekkert til sem heitir "lýðræðislegt gyðinga- og zíonistaríki" og fáránlegt að heimta trúnaðareið sem er í senn þversagnakenndur og afsalar manni mannréttindum. Ef ríkið er skilgreint sem gyðingaríki er stór hluti landsmanna sjálfkrafa gerður að annars flokks þegnum í eigin landi og það er ósamrýmanlegt lýðræði. Nema hugmyndin sé að leysa málið með fyrirbyggjandi þjóðernishreinsunum. Sama með zíonisma. Zíonismi er þjóðernisstefna gyðinga og ekki hægt að uppfylla hann nema með gífurlegum mannréttindabrotum, sem seint verða flokkuð með lýðræði.
mbl.is Vill að Ísraelsmenn sverji trúnaðareiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þetta má bæta að það er nógu slænt fyrir þá Ísraela sem neita að gegna herþjónustu að eiga á hættu félagslega útskúfun í samfélaginu eða að lenda í fangelsi en að vera sviptir ríkisborgararétti, það er aldeilis, en sama er auðvitað núna uppi á teningnum með Palestínumenn sem vilja ekki sverja gyðingaríkinu Ísrael hollustueið. Ég á bágt með að trúa að Ísraelar og Palestínumenn láti þetta yfir sig ganga, allav. til lengdar, a.m.k. vona ég innilega að þetta muni mæta mótspyrnu, að enn sé næg virðing fyrir lýðræði til þess allav. að láta ekki svona últrafasíska stefnu ná að sá rótum. Ég vona sannarlega að þetta útspil Liebermans snúist í höndunum á honum, þegar þetta er á endanum farið að bitna bæði á Ísraelum og Palestínumönnum, að þá muni fólk rísa upp. Vonandi fyrr en síðar.

Einar Steinn (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 04:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband