"lýðfræðilegan vanda"?

Þessi "lýðfræðilegi vandi" sem Obama segist vilja hjálpa Ísraelum að "leysa" er þessi: Drjúgur hluti ísraelskra ríkisborgara er Palestínumenn sem búa í Ísrael og þeir fjölga sér hraðar en ísraelskir gyðingar. Þess vegna hryllir zíonista við því að eftir einhver ár verði meirihluti Ísraela arabar. Ef Ísrael ætlar þá að halda "gyðinglegu yfirbragði" sínu, þarf það að svipta ísraelsku Palestínumennina kosningarétti og þar með hætta að þykjast reka lýðræðisríki. Ef þeir ætla að halda áfram að þykjast reka lýðræðisríki, þá geta þeir ekki haldið "gyðinglegu yfirbragði" á því. Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels tiltekur að það sé "gyðinglegt lýðræði" -- það er m.ö.o. gyðinglegt áður en það er lýðræðislegt. Svo það yrði líklega sú leið sem yrði fyrir valinu.

Þetta er auðvitað ekki vandamál nema maður gefi sér það sem forsendu að Ísrael sé "gyðinglegt lýðræðisríki" (hvað sem það nú er) og eigi að halda áfram að vera það. Með öðrum orðum, nema maður sé zíonisti. Nema manni finnist eðlilegt og lýðræðislegt að byggja ríki á kerfisbundnum rasisma.

Lausnin á "lýðfræðilega vandanum" er einföld: Þjóðernishreinsun, með góðu eða illu. Það "sjálfstæða ríki Palestínumanna" sem Obama og jafnvel Netanyahu eru farnir að tala um er skrípamynd af ríki, afskræmt og andvana fætt pólitískt örverpi sem gengi aðallega út á að láta fangaverðina vera palestínska. "Tveggja ríkja lausnin" er tálsýn sem er hvorki æskileg né möguleg, Ísrael hefur séð um það.


mbl.is Obama: Ísraelar líti í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband