Megi hún bíða sem lengst

Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt að þau (þingflokkur VG, væntanlega) áskilji sér rétt til þess að leggja það til á hvaða stigi sem er, að aðildarviðræðunum verði hætt.

Ágætur tími til þess er nú þegar.

Það er óskemmtilegt að fylgjast með núna. Steingrímur reynist vera veikur leiðtogi þegar á reynir. Lætur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Samfylkinguna kúga sig, en nær sjálfur ekki að kúga eigin þingmenn. Hér í vetur felldum við hægristjórnsem hélt uppi hægristefnu. Í staðinn fengum við vinstristjórn sem heldur líka upp hægristefnu. Steingrímur kallar það ábyrgð og raunsæi. Ég kalla það ístöðuleysi og hentistefnu.

Evrópusambandsaðild skiptir meira máli en ein ríkisstjórn.


mbl.is Umsókn Íslands um ESB bíður afgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband