7.8.2009 | 23:35
Svei
1. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eitt af því verra sem hefur hent Ísland nýlega. Að ríkisstjórnin vilji leggja lykkju á leið sína til að ganga á eftir honum ber vitni um alvarlegan dómgreindarskort. Þessum sjóði á að sparka úr landi og ef höfnun á IceSave stuðlar að því, þá er þar komin enn ein ástæðan fyrir því að hafna IceSave. Ríkisstjórn sem lætur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn segja sér fyrir verkum stendur ekki undir nafninu "vinstristjórn" og hún mun ekki byggja upp neitt "norrænt velferðarkerfi". Það er alveg á hreinu.
2. Tal um "kynningu" og "almannatengsl" vekur mér óhug. Almannatengsl felast í því að fegra ímyndina. Þau heita réttu nafni áróður. Ég held, því miður, að vond ímynd Íslands erlendis sé nokkuð nærri raunveruleikanum. Áður en menn fara að reyna að bæta ímyndina, þá ættu þeir að bæta ástandið. Ástand sem byggist á ímynd byggist á sápukúlum. Það er auðvitað ímyndin sem á að byggjast á ástandinu. Verkið lofar meistarann.
3. Sagði Eva Joly að íslenska þjóðin "ætti sér enga framtíð"? Ég spyr, því ég veit það ekki. Það er auðvitað vitleysa, en það er dagsatt að hér er allt í kalda koli. Ætli Íslendingar standi undir 3-4000 milljarða skuldum? Góður þessi. Deilið í þessa upphæð með 319.000, þetta eru meira en 10.000.000 á mann, hvítvoðungar meðtaldir. Það er ekki hægt að borga það.
Við felldum hægristjórn með hægristefnu og fengum í staðinn vinstristjórn með hægristefnu.
Vill ekki stríð við aðrar þjóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað er hvítþvottur varhugaverður, en ég efa nú að menn myndu einu sinni reyna slíkt nema í besta falli með takmörkuðum árangri, ábyrgð þáverandi íslenskra stjórnvalda, fjárglæframanna og kerfisins fer varla á milli mála.
Á hinn bóginn gerir það Íslendingum ekkert gagn að orðspor okkar sé svo að enginn raunverulegur pólitískur vilji sé fyrir hendi alþjóðlega að aðstoða okkur í að rannsaka það sem úrskeiðis fór og hjálpa okkur að rétta úr kútnum og reyna að láta þá svara til saka sem mesta ábyrgð báru. Betri diplómasía hefði kannski getað haft jákvæðari áhrif á slíkt og síður látið okkur svamla ein í okkar fúla pytt.
Einar Steinn (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.