Frekari mótrök

IceSave-draslið eitt og sér felur í sér meira en nóg mótlæti fyrir Íslendinga til þess að fylkja sér gegn því. Nú, ef við getum í leiðinni lagt stein í götu ESB-aðildar og sýnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum löngutöng, þá er það bara bónus, kaupbætir sem gerir það ennþá girnilegra að berjast gegn IceSave.

Það verður þeim stjórnmálamönnum dýrkeypt, sem leggja allt undir í stuðningi við IceSave og ESB. Hvaða stjórnmálamanni með öllum mjalla dettur það í hug? Og talandi um að leggja allt undir og vera með öllum mjalla: Það verður ekki betur séð en SJS og JS leggi einmitt allt undir -- tal um að þau "megi ekki til þess hugsa" og þau "viti ekki hvað tekur við" ef þetta yrði fellt -- verður það skilið öðruvísi en svo að þau séu ekki með neitt plan B?


mbl.is Icesave ógnar ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband