Sjálfuppfyllandi dómsdagsspá?

Valdamenn ættu að fara gætilega í sakirnar í dómsdagsspádómum, þeir gætu nefnilega ræst. Nú segir Steingrímur að allt fari í uppnám ef Bretar og Hollendingar hafna fyrirvörunum -- segjum svo að þeir geri það, hafi þeim -- hvað þá? Þá fer væntanlega allt í uppnám, vegna þess að fólk býst við því að allt fari í uppnám, vegna þess að Steingrímur sagði það. Self-fulfilling prophecy heitir þetta. Steingrímur mundi varla taka svona til orða ef hann hefði gert plan B -- svo það hlýtur að mega álykta að hann sé ekki með neitt plan B -- sem aftur hlýtur að hleypa öllu í uppnám.

Svo talar hann um ábyrgð og raunsæi.

Glæsilegt.


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, þetta er hárrétt hjá honum, þá fyrst fer Ísland á hausinn ef við fáum ekki þessi lán.

Ari (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Trúi því ekki.

Vésteinn Valgarðsson, 7.9.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband