14.9.2009 | 16:09
...
Nú veit ég ekkert mikið um þennan Borlaug per se, en svona miklar og markvissar kynbætur á nytjajurtum eru náttúrlega mjög mikilsvert framlag til mannkynsins. Ég trúi því hins vegar ekki að hann hafi bjargað milljarði manna frá hungurdauða. Frekar mundi ég trúa því að hann hafi ýtt þakinu lengra upp, og þannig í versta falli frestað umræddum hungurdauða fólks, sem í millitíðinni hefur tíma til að fjölga sér enn meira. Í versta falli. Hinn möguleikinn er að í millitíðinni takist að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það fari betur með fólk, skepnur, umhverfi og auðlindir og þannig geti framfarirnar nýst til þess að brauðfæða fólk en ekki lengja í snörunni.
Nú, hann var mótfallinn lífrænni ræktun og sagði hana hvorki hollari né betri en venjulega ræktun. Það má vera rétt. Hins vegar er hún umhverfisvænni, þar sem skordýraeitur og kemískur áburður spilla umhverfinu, einkum þegar of mikið magn er notað, sem er ekki sjaldgæft.
Faðir grænu byltingarinnar látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.