Skrípamynd

Þeir sögðust ætla að "færa" Afgönum lýðræði og færðu þeim óprúttna kosningasvindlara. Þeir sögðust ætla að frelsa afganskar konur undan Talibönum og færðu þær í staðinn í ánauð stríðsherra sem eru ekki Talibanar. Þeir sögðust ætla að uppræta hryðjuverkamenn en frömdu bara hryðjuverkin sjálfir í staðinn. Það eina sem hefur heppnast vel í Afganistan var að vestræn fyrirtæki mökuðu krókinn, til að mynda verktakafyrirtæki, olíu- og gasfélög og málaliðaleigur. Afskipti heimsvaldasinna hafa fært Afgönum hörmungar og ekkert annað frá því þau hófust með deilum Breta og Rússa fyrir um öld síðan. Lífið í Afganistan verður aldrei almennilegt á meðan heimsvaldasinnar láta landið ekki í friði. Afskipti heimsvaldasinna eru alltaf til ills og því fyrr sem þeim verður komið út úr landinu, með góðu eða illu, þess betra.
mbl.is Endurtalið í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband