„Eru að missa þolinmæðina“

Ég hef ekki farið dult með gagnrýni mína á stefnu núverandi ríkisstjórnar Íslands í flestum meiriháttar málum. Ég sækist ekki eftir því að hún falli, af þeirri einföldu en augljósu ástæðu að ef hún félli, þá tæki verra við. Nú þykjast forystumenn stjórnarandstöðunnar vera að missa þolinmæðina. Ekkert nýtt þar á ferð, en jæja, hér er þá frétt af mér sjálfum: Ég er að missa þolinmæðina gagnvart stjórnarandstöðunni. Látum Hreyfinguna liggja milli hluta, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa spilað sína stjórnarandstöðu af svo makalausri tækifærisstefnu að ég get ekki einu sinni hlegið að því. Ímyndar einhver sér að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni leysa betur úr vandamálum landsins? Ímyndar einhver sér að þeir muni slíðra niðurskurðarhnífinn? Eða standa fastar í lappirnar gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?

Það er margt í íslenskum stjórnmálum sem ég get reytt hár mitt yfir. Eitt af því sem ergir mig mest að hvað stjórnarandstaðan er lufsuleg og ótrúverðug. Já, og að Sjálfstæðisflokkurinn skuli sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum.

Díses kræst, þetta eru sjálf öflin sem leiddu okkur út í svaðið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega ótrúlegt að almenningur skuli ekki sjá í gegnum málflutning stjórnarandstöðunnar.  Þarf mikið að hafa fyrir því að missa ekki þolinmæðina út af því :-o

ASE (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 16:59

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ekki viss um að stöðumat þitt sé rétt. Ég held þvert á móti að ekki sé hægt, eða allavega mjög erfitt að mynda stjórn án þátttöku VG. Samningsstaða Vinstri grænna er því mjög sterk. 

Samfylkingin tók fullan þátt í hruninu og þjónkun hennar við /AGS/ÆSSEIF/ESB hefur afhjúpað og einangrað hana meðal þjóðarinnar.

Sigurður Þórðarson, 4.2.2010 kl. 12:14

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þessi færsla var nú ekki hugsuð sem hrós fyrir Samfylkinguna.

Vésteinn Valgarðsson, 4.2.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband