"Spekingur um stjórnmál"

Hvað ætli Alexei Korol sé titlaður í upprunalegu fréttinni sem þessi er þýdd eftir? "Spekingur um stjórmál" er skemmtileg tilbreyting við "[ótilgreindir] sérfræðingar segja" eða "það hefur ekki verið staðfest [af hverjum?]".

Ég hnaut um það þegar ég hafði ekki búið lengi hér í Danmörku, að einhver hópur manna - einhvers konar Viðskiptaráð eða einhver hagfræðinganefnd sem ég hef ekki kynnt mér á hverra vegum starfar - er kallaður "økonomiske vismænd". Ég hélt fyrst að það væri uppnefni, svona "nú hefur vitringnum Eyjólfi yfirsést..." en þeir eru alltaf kallaðir þetta, eins og þetta sé titillinn þeirra.


mbl.is Rak forsætisráðherrann og embættismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það var slíka vitringa sem Íslendinga vantaði árin eftir aldamótin. Þeir eru kallaðir þetta í daglegu máli en í raun eru þeir bara 3-4 stjórnamenn í 25 manna ráði sem kallað er Det Økonomiske Råd, sem lengi vel heyrði undir Innanríkisráðuneytið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.12.2014 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband