Panamaskjöl og samsæri

Egill Helgason bloggaði í gær um samsæriskenningar um Panamaskjölin. Hann tekur ekki beint afstöðu til þeirra sjálfur, en sumir sem skrifa athugasemdir tala um þær eins og þær séu hreinræktað kjaftæði. Bara eins og bandaríska leyniþjónustan eða öfl henni tengd mundu aldrei taka þátt í einhverju svona endemi. Og ef Rússar andmæla og koma með aðrar skýringar en vestræn hagsmunaöfl -- þá er það áróður Rússa -- en eins og samsæri, þá mundu hetjur frelsisins aldrei nota áróður. Áróður og samsæri -- það er eitthvað sem hinir nota bara. Ekki við. Ekki fólk eins og við. 

Þórarinn Hjartarson skrifar athyglisverða grein um Panamaskjölin á vefsíðu Alþýðufylkingarinnar. Kíkið á hana:

Panamasprengjan. Til hvers?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þessi grein er kött and peist stalíniskt propaganda. Hvers vegna í ósköpunum eru sosíalistar að reyna að verja spillta ráðamenn? Maður spyr sig, "Hvað er á bak við þetta." :)

Wilhelm Emilsson, 11.4.2016 kl. 20:00

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvað meinarðu, Wilhelm? Er þetta grín?

Vésteinn Valgarðsson, 11.4.2016 kl. 22:25

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég er sammála Wilhelm. The Fjeldsted Connection gæti skýrt þetta.

FORNLEIFUR, 12.4.2016 kl. 00:13

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síðasta setningin er grín. Hinar tvær fyrstu eru ekki grín.

Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 02:26

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

En hér er íslenzk fyndni frá SGD:

"Ég trúi því að staðreyndir, skynsemi, rök og sannleikurinn sigri að lokum. Þess vegna er ég framsóknarmaður."

Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 07:17

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Er það "stalínískt propaganda" að tortryggja heimsvaldastefnuna eða að benda á samhengi málsins?

Er það að "verja spillta ráðamenn", að benda á að sama og ekkert hafi komið fram um spillta Bandaríkjamenn?

Vésteinn Valgarðsson, 12.4.2016 kl. 09:04

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Að setja fram samsæriskenningu og draga þannig athygli frá spillingu er stalínískt propaganda, já. 

Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 10:14

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er ekki að "draga athygli frá spillingu" að benda á að það sé gróf slagsíða á því hvaða gögn birtast og hvaða gögn birtast ekki. Það er þvert á móti: selektíf birting gagnanna er hálfsannleikur sem dregur athyglina frá spillingu sumra með því að einblína á aðra og þegja um hina.

Ef þú trúir því að vestræn öfl beiti ekki samsærum eða áróðri í hagsmunabaráttu sinni, þá verðurðu að eiga það við þig. Þau gera það samt.

Vésteinn Valgarðsson, 12.4.2016 kl. 13:29

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er ekki RÚV á bakvið þetta allt saman? :)

Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband