Skynsamlegt

Skynsamlegt að hafa samflot um svona stór sameiginleg hagsmunamál. Ennþá skynsamlegra væri þó að ríkisspítalarnir framleiddu bara sín eigin lyf. Það væri ódýrara fyrir þá og þar með fyrir skattgreiðendur líka. Lyfjaframleiðsla í gróðaskyni þýðir að það er óeðlilega mikil áhersla á dýr lyf eða lyf sem lækna sjúkdóma ríka fólksins, og að þau eru markaðssett, seld og étin umfram það sem nauðsynlegt er.

Það á ekki að láta frjálshyggjukreddur spilla rekstri sjúkrahúsa. Landspítalinn er stærsti vinnustaður á landinu, með þúsundir starfsmanna auk mikils fjölda fólks sem er þar inni um lengri eða skemmri tíma. Hvers vegna á spítalinn ekki sitt eigið mjólkurbú, sinn eigin kartöflubúgarð, sinn eigin togara o.s.frv.? Það ætti að vera hagkvæmara fyrir spítalann að fá sem flest nauðsynleg aðföng án dýrra milliliða.

Þegar Kleppur var stofnaður árið 1907 var hann að miklu leyti sjálfum sér nógur um mat og ýmsar aðrar nauðþurftir. Búskapur, útræði, saumastofa, verkstæði o.s.frv. sáu fyrir því.


mbl.is Sjúkrahús sameinast um lyfjaútboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband