Handbendi Vesturlanda misreiknuðu sig

Ef einhver heldur að það sé svo einfalt að Hizbollah séu vondu karlarnir og andstæðingar þeirra séu góðu karlarnir, þá er hér greinarkorn um málið á Egginni:

Handbendi Vesturlanda misreiknuðu sig í Líbanon  

Hizbollah-samtökin eru fleinn í síðu vestrænna hagsmuna fyrir botni Miðjarðarhafs, eins og kunnugt er. Ríkisstjórn Siniora er einn af hornsteinum bandarísku heimsvaldastefnunnar í Mið-Austurlöndum, sem hefur stutt hann dyggilega. Þessi átök hafa verið niðurlæging fyrir Siniora, og einnig fyrir Bush. Átökin brutust út eftir langa pólitíska krísu, erfiðleika með að velja forseta. Öfl sem tengjast ríkisstjórninni létu til skarar skríða gegn Hizbollah. Drúsinn Walid Jumblatt ásakaði Hizbollah-menn um að njósna um flugvöllinn með það fyrir augum að undirbúa hryðjuverkaárás þar (og yfirmaður öryggismála á flugvellinum, tengdur Hizbollah-samtökunum, var rekinn). Samskiptaneti Hizbollah var lokað og sagt ógn við þjóðaröryggi. Sannleikurinn er sá að ef eitthvað er, þá var þetta samskiptanet frekar til þess að tryggja þjóðaröryggi, þar sem það kom sér mjög vel fyrir Hizbollah-menn þegar þeir vörðu landið fyrir árás Ísraels í hittifyrrasumar. 

Lesa restina af greininni: Handbendi Vesturlanda misreiknuðu sig í Líbanon  


mbl.is Líbönsk stjórnvöld afturkalla aðgerðir gegn Hisbollah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband