Mikið var!

Það sem menn hafa þurft að hafa fyrir því að koma þessari kóngs-lufsu frá. Gyanendra konungur hefur verið alveg sérstaklega slæmur þjóðhöfðingi, og landhreinsun fyrir Nepal að losna við hann. Hvað tekur við? Hver veit? Kannski að Prachanda formaður maóista verði forseti, kannski einhver annar. Ég hef ekki sömu trú á nepölsku maóistunum og ég hafði. Sú stefna sem þeir hafa núna er einfaldlega að reka Nepal sem borgaralegt lýðveldi og láta sósíalismann bíða. Kannski að það komi á daginn að þeir séu að gera hárrétt og að mér skjátlist. Ég vona það satt að segja. Þangað til annað kemur í ljós, þá lít ég hins vegar svo á maóistarnir hafi hlaupist undan merkjum.
mbl.is Nepal orðið lýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Maóistarnir í Nepal eru meira og minna undir CCP komnir - Kína ræður meira í Nepal en manni hefði grunað. En má sjá glöggt þegar skoðuð eru viðbrögð þeirra gagnvart mótmælendum frá Tíbet sem og flóttafólki frá Tíbet.

Er ansi hrædd um að Nepalskir kóngar verði nokkuð fleiri en ekki síður harðneskjulegir en sá fyrri undir stjórn maóista.

Birgitta Jónsdóttir, 29.5.2008 kl. 06:46

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég veit ekki hvernig þeir reynast í ríkisstjórn, hvort þeir verða borgaralegir eða trúir sósíalismanum, en hitt veit ég að tengsl þeirra við Kínastjórn lítil og alls ekki vinsamleg. Kínverjar og Pakistanar studdu Gyanendra konung. Vesturveldin og Indland studdu borgaraflokkana. Nepölsku maóistarnir hafa varla notið neins utanaðkomandi stuðnings.

Vésteinn Valgarðsson, 29.5.2008 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband