Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.12.2015 | 07:40
RIP, mikli meistari
Síðan ég var unglingur hefur Lemmy Kilmister borið höfuð og herðar yfir aðra rokkara og fáir komist nálægt honum. Sem fullorðinn maður sá ég hann níu sinnum á tónleikum, einu sinni í Bretlandi og átta sinnum í Þýskalandi. Það voru góðar stundir.
Hann var kannski fylliraftur, hann var kannski dópisti, hann var kannski flagari, hann var kannski hás gamall karl með loðin kýli út úr andlitinu, en hann var alltaf langflottastur og alltaf einstakur.
![]() |
Söngvari Motörhead látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2016 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2015 | 11:28
Hræsnisbandalag sykurpabba
Sádi-Arabar og Tyrkir geta trútt um talað að berjast gegn íslamska ríkinu -- sjálfir aðalstyrktaraðilar þess. Ef þeir vildu í alvöru stöðva framgang þess væri góð byrjun að hætta að senda þeim vopn og peninga í skipsförmum.
Það þarf ekki frekari vitnanna við, þegar Sýrlandi, Írak og Íran er haldið utan við: það eru löndin sem Sádar beina spjótum sínum mest gegn, og jafnframt þau lönd, ásamt Rússlandi, sem raunverulega eru að berjast gegn íslamska ríkinu.
Þess er annars vert að minnast, að Sádi-Arabía er sjálf íslamskt ríki, og vandséð að það sé neitt betra að vera hálshöggvinn, hýddur eða grýttur af þeim heldur en af handbendum þeirra í Írak og Sýrlandi. Gæti heitir "Íslamska ríkið á Arabíuskaga".
![]() |
Hernaðarbandalag 34 landa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2015 | 12:50
Skertur samningsréttur stéttarfélaga
Þórarinn Hjartarson skrifar um þreifingar um rammasamkomulagið um vinnumarkaðinn, sem var undirritað í haust:
Skjótt og hávaðalaust er komin í notkun NÝ UMGJÖRÐ um kjaraviðræður í landinu. Rammi sem engar kröfur mega fara út fyrir liggur fyrir í upphafi viðræðna. Aldeilis tromp fyrir atvinnurekandann að slá í borðið með!
Er þetta nokkuð annað en tæki fyrir auðvaldið, til að skammta vinnandi fólki laun? Lesið grein Þórarins: Skertur samningsréttur stéttarfélaga.
7.12.2015 | 14:05
Hið þríeina stríð gegn borgaralegum mannréttindum og frelsi (ályktun)
6.12.2015 | 09:22
Húsnæðiskreppan: ályktun landsfundar Alþýðufylkingarinnar
Landsfundur ALþýðufylkingarinnar, sem haldinn var um seinustu helgi, ályktaði um húsnæðismál:
Stefna íslensku auðstéttarinnar er að nota húsnæðisþörf fólksins sem féþúfu sem gefur af sér hámarksgróða. Í meira en 30 ár hefur almenningur borgað margfalt fyrir íbúðir sínar með okurvöxtum.
Ríkisstjórnin sem sat kjörtímabilið 2009-2013 sá þá lausn helsta á skuldavanda almennings að reka þá fátækustu út á götuna og neyða þá til að borga himinháa húsaleigu m.a. með því að hindra aðgang að lánsfé nema til braskara.
Hvað er þá til ráða? Ályktunin svarar því:
Eina leiðin út úr húsnæðiskreppunni er sú sem Alþýðufylkingin hefur boðað, með félagsvæðingu fjármálakerfisins. Skref í þá átt gæti verið að allir geti fengið vaxtalaust lán að vissri upphæð af samfélagslegu eigin fé til húsnæðiskaupa.
Að sama skapi þarf að vera nægt framboð á félagslegu húsnæði án fjármagnskostnaðar til að uppfylla þörf fyrir leiguhúsnæði.
Lesið ályktunina í heild: Húsnæðiskreppan.
4.12.2015 | 12:48
Alþýðufylkingin vill verja samningsrétt verkalýðsfélaganna
Á landsfundi Alþýðufylkingarinnar um síðustu helgi var samþykkt ályktun um brýnt mál: samningsrétt verkalýðsfélaganna. Tilefnið er samkomulag SALEK-hópsins, sem ber sterkan þef af stéttasamvinnustefnu. Þar stendur meðal annars:
Reynslan sýnir hins vegar að stéttasamvinnustefnan hefur aldrei skilað neinum árangri til bættra kjara fyrir verkafólk. Það hefur aldrei náð neinu fram án baráttu. Við óbreytt ástand eru lágmarkskjör alþýðunnar hins vegar stillt við hungurmörk til að tryggja auðstéttinni hámarksgróða.
Líka:
Sú breyting sem helst þarf að gera á vinnumarkaðsmódelinu er að losna við sjálftöku fjármálaauðvaldsins út úr raunhagkerfinu og styðja baráttu vinnandi fólks fyrir réttlátum hlut.
Lesið ályktunina í heild hér: Verjum samningsrétt verkalýðsfélaganna.
3.12.2015 | 17:30
Ályktun um kreppu, stríð og byltingu
Landsfundur Alþýðufylkingarinnar um síðustu helgi ályktaði um kreppu auðvaldsskipulagsins, heimsvaldasinnaðan stríðsrekstur og nauðsyn byltingar:
Almenn kreppa auðvaldins hefur nú farið dýpkandi um árabil og möguleikar þess til vaxtar og þróunar eru tæmdir. Að sama skapi verður afætueðli auðvaldsskipulagsins alls ráðandi og átök fara harðnandi milli stórvelda og bandalaga þeirra um auðlindir og áhrifasvæði. Í þeim átökum er mannslífum fórnað í stórum stíl og velferð fólksins um allan heim höfð að skiptimynt.
Þar segir líka:
Þrátt fyrir aukna þekkingu á umhverfi og náttúru eykst umhverfisvá á flestum sviðum, þannig að sífellt stærri svæði jarðarinnar verða óbyggileg, hlýnun af manna völdum er að fara úr böndunum og vistkerfum hrakar.
Að óbreyttu heldur áfram glundroði og upplausn samfélaga. Styrjaldir heimsvaldasinna magnast og leysa upp samfélagsinnviði heilla heimshluta.
Hvað er til ráða?
Til að hindra að [þessi þróun] haldi áfram er hins vegar nauðsynlegt að fólkið taki til sinna ráða og sameinist um stefnu sem miðar að því að svipta auðstéttina sínum efnahagslegu og pólítísku yfirráðum í samfélaginu og endurreisa það á félagslegum forsendum. Pólitísk og félagsleg skipulagning með þetta markmið er lífnauðsyn fyrir íslenskt samfélag eins og alls staðar annars staðar. Framtíð mannkyns og siðmenningar er í húfi.
Lesið ályktunina í heild hérna:
Kreppa auðvaldsins, heimsvaldastríð og nauðsyn byltingar
3.12.2015 | 14:31
Ályktun Alþýðufylkingar um heilbrigðis- og velferðarmál
Á landsfundi Alþýðufylkingarinnar á dögunum var samþykkt gagnmerk ályktun um heilbrigði- og velferðarmál, sem lýsir m.a. beiskri gremju yfir þeirri hörðu sveltistefnu sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið rekið eftir um langt árabil og miðar að vaxandi einkavæðingu.
Um nýjan Landspítala við Hringbraut segir:
Áformin um að byggja fokdýrt, nýtt háskólasjúkrahús á óhentugum stað - áform sem líta út fyrir að vera óstöðvandi - virðast klikkuð, en skiljast þegar fjármögnunin er tekin með í reikninginn: að brasksjóðir atvinnurekenda- og verkalýðsaðalsins fái tækifæri til að fjárfesta í byggingum og leigja þær svo ríkinu með öruggum tekjum áratugi fram í tímann - það er hvöt sem við berum kennsl á. Þar ræður ágirnd og gróðafíkn fjármagnsins för, en ekki hagsmunir sjúklinga eða almennings.
Þá segir, um leiðina út úr ógöngum íslenska heilbrigðiskerfisins:
Lykillinn að því að endurreisa þessa máttarviði þjóðfélagsins er félagsvæðing heilbrigðis- og velferðarkerfisins, sem og félagsvæðing fjármálakerfisins. Sú síðastnefnda losar um fjármagn, sem núna rennur úr opinberum sjóðum í óseðjandi hít gróðadrifins fjármálakerfis, og væri betur komið í þágu heilsu og velferðar.
Lesið ályktunina í heild sinni hér:
Ályktun um heilbrigðis- og velferðarmál
3.12.2015 | 10:13
Líbýa, Írak ... og Júgóslavía
Íslendingar bera sína ábyrgð á stríðunum gegn Líbýu og Írak og eðlilegt væri að þáverandi ráðamenn yrðu sóttir til saka fyrir glæpi gegn mannkyni. En það má ekki gleyma loftárásunum á Júgóslavíu, sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson samþykktu -- þeir beinlínis studdu loftárásir og það á borgaraleg skotmörk, eins og fjölmiðla -- á leiðtogafundi NATO í Washington 23. apríl 1999.
![]() |
Studdi ekki hernaðaraðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2015 | 17:27
Af landsfundi Alþýðufylkingarinnar
Alþýðufylkingin hélt vel heppnaðan landsfund um helgina. Sjá hér um stjórnarkjör.